KR komið úr botnsætinu Fimm leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fjögur efstu liðin fyrir umferðina töpuðu stigum í kvöld en KR-ingar komu sér af botninum með sigri á Víkingum á meðan Fram náði jafntefli í Kaplakrikanum, en þar með er Fram á botni deildarinnar. Keflvíkingar eru dottnir niður í sjötta sætið en staða FH og Vals í toppbaráttunni er óbreytt. Íslenski boltinn 16. ágúst 2007 19:41
Logi segir alla leiki vera úrslitaleiki núna Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að allir leikir KR-inga sem eftir eru í Landsbankadeildinni séu úrslitaleikir. KR vermir botnsæti deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf leiki. KR heimsækir Víkinga í Víkina í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2007 16:34
Hólmfríður, Helgi, Helena og Guðjón best Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val hafa verið valin bestu leikmennirnir úr 7.-12. umferðum Landsbankadeildarinnar. Helena Ólafsdóttir úr KR og Guðjón Þórðarson úr ÍA voru valin bestu þjálfararnir. Þá voru stuðningsmenn Vals valdir bestu stuðningsmenn í Landsbankadeild kvenna en stuðningsmenn KR í Landsbankadeild karla. Íslenski boltinn 16. ágúst 2007 14:42
Þróttur R. á topp 1. deildar Þróttur R. komst í kvöld á topp fyrstu deildarinnar með góðum sigri á heimavelli gegn Víking Ó. Leikurinn var markalaus lengi vel áður en Hjörtur Hjartarson kom Þrótturum yfir á 83. mínútu og það var svo Adolf Sveinsson sem tryggði sigurinn á lokamínútum leiksins. Þróttarar eru því efstir í deildinni með 37 stig eftir 16 leiki en Grindavík er í öðru sæti með 35 stig eftir 15 leiki. Íslenski boltinn 15. ágúst 2007 21:55
Valsstúlkur fóru létt með hollensku meistarana Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október. Íslenski boltinn 14. ágúst 2007 17:03
Davíð Þór segist ætla að sanna sig Davíð Þór Viðarsson segir í samtali við Vísi.is að að hann sé mjög sáttur við að vera valinn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í hópinn. Mikið knattspyrnublóð er í Davíði en faðir hans, Viðar Halldórsson og eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, eiga báðir tugi landsleikja að baki. Auk þess er yngri bróðir hans, Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins. Íslenski boltinn 14. ágúst 2007 14:51
Eyjólfur búinn að tilkynna landsliðshópinn gegn Kanada Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Kanada sem fer fram þann 22. ágúst á Laugardalsvellinum. Athygli vekur að Valsmennirnir Helgi Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson hafa verið kallaðir í hópinn, en þeir hafa staðið sig vel í Landsbankadeildinni í sumar. Davíð Þór Viðarsson og Ragnar Sigurðsson eru nýliðar í hópnum og þá er Jóhannes Karl Guðjónsson valinn aftur í hópinn eftir frí. Íslenski boltinn 14. ágúst 2007 14:35
VISA-Bikarinn: FH mætir Breiðablik - Fylkir fékk Fjölni Í hádeginu var dregið í undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Íslandsmeistararnir í FH úr Hafnarfirði mæta Breiðblik og Fylkismenn mæta 1.deildar liðinu Fjölni. Leikirnir fara fram þann 2. og 3. september á Laugardalsvelli. Sport 14. ágúst 2007 12:50
FH sigraði Val í Laugardalnum FH sigraði Val í kvöld á dramatískan hátt í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins með einu marki gegn engu. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á 91. mínútu eftir mikinn darraðadans í teig Valsmanna. Þar með er FH búið að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum ásamt Fjölni, Breiðablik og Fylki. Dregið verður í undanúrslit á morgun. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 21:51
Landsbankadeild kvenna: KR valtaði yfir Fylki Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR gerði sér lítið og sigraði Fylki með tíu mörkum gegn engu á heimavelli. Keflavík sigraði ÍR 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Stjörnuna 2-1 í Garðabænum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 21:20
Markalalaust í hálfleik hjá Val og FH Ekkert mark hefur verið skorað í leik Vals og FH í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins, en flautað hefur verið til leikhlés á Laugardalsvellinum. Þetta er síðasti leikur 8-liða úrslitanna en Fjölnir, Fylkir og Breiðablik hafa þegar tryggt sér þáttökurétt í undanúrslitum keppnarinnar. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 20:59
Fjölnir sigraði Hauka í fjörugum leik Fjölnir sigraði Hauka með fjórum mörkum gegn þremur í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins í bráðskemmtilegum leik. Haukar leiddu í hálfleik 0-1. Fjölnismenn skoruðu svo þrjú mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks og komust í 3-1. Haukar minnkuðu muninn í 3-2 áður en Fjölnismenn bættu við sínu fjórða marki. Haukar skoruðu svo sitt þriðja mark fimm mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 20:17
Fjölnismenn komnir yfir gegn Haukum Staðan í leik Fjölnismanna og Hauka í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins er 2-1 fyrir Fjölni. Haukar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson skoraði á 28. mínútu eftir gott spil. Gunnar Már Guðmundsson jafnaði leikinn á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og var svo aftur á ferðinni á 60. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir skoti Fjölnismanna sem hafnaði í stöng. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 19:47
Gunnar Már jafnar fyrir Fjölni Gunnar Már Guðmundsson er búinn að jafna fyrir Fjölni gegn Haukum og staðan því 1-1. Gunnar Már skoraði markið á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson hafði komið Haukum yfir með marki á 28. mínútu eftir gott spil. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 19:09
Gummi Ben: Þetta verður bara stál í stál Valur tekur á móti FH í 8-liða úrslitum bikarkeppnarinnar í kvöld. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni á þessu tímabili og sigruðu Valsmenn 4-1 á heimavelli. Þetta er stærsti leikur 8-liða úrslitanna, en Valur er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem situr á toppnum. Guðmundur Benediktsson leikmaður Vals sagði í samtali við Vísi.is að hann búist við jöfnum leik. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 18:09
Kristján Ómar: Höfum ekki tapað á Fjölnisvelli á þessari öld Haukar heimsækja Fjölni í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppnarinnar á Fjölnisvelli. Kristján Ómar Björnsson, miðjumaður Hauka segir í samtali við Vísi.is að Haukar hafi ekki tapað á Fjölnisvelli á þesari öld og stefnan sé að halda þeirri hefð. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 17:05
Halldór skaut Fylki áfram Halldór Hilmisson var hetja Fylkismanna þegar þeir báru sigurorð af ÍA, 3-1, í framlengdum leik á Fylkisvelli í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í fótbolta. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma en Halldór skoraði bæði mörk Fylkis í framlengingunni, fyrst á 99. mínútu og gulltryggði síðan sigurinn á 116. mínútu. Sigur Fylkismanna markar ákveðin tímamót því fyrir leikinn var Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, ósigraður í 20 bikarleikjum í röð. Íslenski boltinn 12. ágúst 2007 20:09
Framlengt hjá Fylki og ÍA Framlengja þarf leik Fylkis og ÍA á Fylkisvellinum í VISA-bikar karla í fótbolta en staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1. Fylkismenn komust yfir á 4. mínútu með sjálfsmarki Skagamannsins Guðjóns Heiðars Sveinssonar en Björn Bergmann Sigurðsson jafnaði metin fyrir ÍA á 41. mínútu. Íslenski boltinn 12. ágúst 2007 19:48
Blikar í undanúrslit Breiðablik er komið í undanúrslit VISA-bikars karla í fótbolta eftir öruggan sigur á Keflavík, 3-1, á Kópavogsvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Blikar voru miklu sterkari í síðari hálfleik. Árni Kristinn Gunnarsson kom Blikum yfir á 62. mínútu, Prince Rajcomar bætti öðru marki við á 74. mínútu og Keflvíkingurinn Baldur Sigurðsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 80. mínútu. Pétur Heiðar Kristjánsson skoraði eina mark Keflavíkinga á 85. mínútu. Íslenski boltinn 12. ágúst 2007 19:41
Fjórir leikir í fyrstu deild karla í kvöld Fjórir leikir fara fram í 15 umferð 1. deildar karla í kvöld. Þróttur R. fer norður og mætir KA, Fjölnir heimsækir Leiknir, Stjarnan tekur á móti ÍBV og Víkingur Ó. tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:00. Íslenski boltinn 10. ágúst 2007 18:07
Landsbankadeild kvenna: KR sigraði Fjölni Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR sigraði Fjölni á útivelli með fjórum mörkum gegn tveimur. Þar með helst áfram mikil spenna á toppi deildarinnar þar sem Valur og KR eru að stinga af, bæði lið með 28 stig eftir 10 leiki. Valsstúlkur eru þó með betri markatölu. Fjölnir er í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 22:22
Skagamenn, Fylkir og Blikar sigruðu sína leiki Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Skagamenn unnu baráttusigur á Laugardalsvellinum gegn Fram með fjórum mörkum gegn tveim, eftir að hafa lent 2-0 undir. Fylkismenn sigruðu Víking 1-0 í Árbænum og Blikar sigruðu 3-0 í Keflavík. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 21:08
Landsbankadeildin: Búið að skora í öllum leikjunum í hálfleik Flautað hefur verið til hálfleiks í öllum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla. Fram er yfir á Laugardalsvellinum gegn Skagamönnum, 1-0. Fylkir er yfir gegn Víkingum í Árbænum, 1-0 og Blikar eru 2-0 yfir í Keflavík. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 20:01
Helgi framlengir við Val Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 15:20
Undir smásjá Viking í Noregi Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum,“ sagði Østenstad. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 06:00
Markalausir í 341 mínútu Víkingar vonast til þess að finna loksins leið framhjá Fylkisvörninni í leik liðanna í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Víkingar hafa leikið þrjá deildarleiki í röð og samtals í 341 mínútu án þess að ná að skora hjá Árbæingum. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 05:00
Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 04:30
Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 03:15
Skelfilegt gengi suður með sjó Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 03:00
Tryggvi orðinn markahæstur Fótbolti Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 02:15