Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Marel: Hugsanlega mitt síðasta tímabil

„Valur er mjög spennandi kostur af ýmsum ástæðum. Sterkt lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni og ég hef fulla trú á að liðið verði þar. Svo skemmir ekki fyrir að umgjörðin er góð í kringum liðið. Góðir sjúkraþjálfarar og annað sem hjálpar mér," sagði Marel Jóhann Baldvinsson, nýjasti liðsmaður Valsmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marel samdi við Val

Marel Jóhann Baldvinsson hefur skrifað undir samning við Val út sumarið 2009. Marel kemur til Valsmanna frá uppeldisfélagi sínu, Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óðinn frá Fram til Þórs

Varnarmaðurinn Óðinn Árnason hefur yfirgefið herbúðir Framara og samdi til eins árs við uppeldisfélag sitt, Þór frá Akureyri. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Þór en að sama skapi blóðtaka fyrir Framara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mihajlovic rekinn frá Bologna

Ítalska knattspyrnufélagið Bologna hefur sagt upp samningi við þjálfarann Sinisa Mihajlovic í kjölfar þess að liðið vann aðeins einn af síðustu tíu leikjum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helmingslíkur á að Emil spili

„Emil er sá eini sem á við einhver meiðsli að stríða, aðrir eru klárir í slaginn. Það er of snemmt að segja til um það hvort hann spili en það eru svona helmingslíkur á því í dag," sagði Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Vísi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn

Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden

Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig

„Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum.

Íslenski boltinn