Marel: Hugsanlega mitt síðasta tímabil „Valur er mjög spennandi kostur af ýmsum ástæðum. Sterkt lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni og ég hef fulla trú á að liðið verði þar. Svo skemmir ekki fyrir að umgjörðin er góð í kringum liðið. Góðir sjúkraþjálfarar og annað sem hjálpar mér," sagði Marel Jóhann Baldvinsson, nýjasti liðsmaður Valsmanna. Íslenski boltinn 22. apríl 2009 16:38
Marel samdi við Val Marel Jóhann Baldvinsson hefur skrifað undir samning við Val út sumarið 2009. Marel kemur til Valsmanna frá uppeldisfélagi sínu, Breiðablik. Íslenski boltinn 22. apríl 2009 16:14
Marksæknasti leikmaður sænsku deildarinnar í hollenska landsliðinu Manon Melis, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Ldb Malmö, verður í eldlínunni með hollenska landsliðinu í Kórnum á laugardaginn. Fótbolti 22. apríl 2009 15:00
Sigurður Ragnar valdi Söndru í landsliðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur kallað á Söndru Sigurðardóttir úr Stjörnunni til að taka sæti Guðbjargar Gunnarsdóttur sem meiddist í leik í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Íslenski boltinn 22. apríl 2009 11:04
O'Sullivan rekinn frá KR vegna trúnaðarbrests Stjórn knattspyrnudeildar KR birti fréttatilkynningu nú seint í kvöld þar sem fram kemur að félagið hafi sagt upp samningi við Gareth O'Sullivan, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Íslenski boltinn 21. apríl 2009 22:26
Íslensk knattspyrna 1984 gefin út að nýju Bókaútgáfan Tindur hefur gefið bókina Íslensk knattspyrna 1984 eftir Víði Sigurðsson út að nýju vegna mikilla eftirspurna undanfarin ár. Íslenski boltinn 21. apríl 2009 10:00
O'Sullivan enn þjálfari KR Gareth O'Sullivan er enn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki að hann hafi hætt störfum hjá félaginu. Íslenski boltinn 18. apríl 2009 17:45
Óvíst hvort Marel verði með Blikum í sumar Marel Baldvinsson hefur ekkert æft með Breiðabliki síðastliðnar tvær vikur og er óvíst hvort hann spili með liðinu nú í sumar. Íslenski boltinn 18. apríl 2009 14:56
Óðinn frá Fram til Þórs Varnarmaðurinn Óðinn Árnason hefur yfirgefið herbúðir Framara og samdi til eins árs við uppeldisfélag sitt, Þór frá Akureyri. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Þór en að sama skapi blóðtaka fyrir Framara. Íslenski boltinn 17. apríl 2009 23:06
KR slátraði Leikni en er úr leik í Lengjubikarnum Guðmundur Pétursson skoraði þrennu fyrir KR þegar það rúllaði yfir lið Leiknis, 9-2, í Lengjubikarnum í kvöld. Leikið var á gervigrasvelli KR-inga. Íslenski boltinn 17. apríl 2009 20:21
Búið að fastsetja fyrstu sjónvarpsleikina Nú er komið í ljós hvaða leikir í fyrstu fjórum umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Íslenski boltinn 15. apríl 2009 15:17
Nóg að gera hjá ítölsku aganefndinni Aganefndin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur haft nóg að gera eftir leiki helgarinnar þar sem átta rauð spjöld fóru á loft í níu leikjum. Íslenski boltinn 14. apríl 2009 15:11
Mihajlovic rekinn frá Bologna Ítalska knattspyrnufélagið Bologna hefur sagt upp samningi við þjálfarann Sinisa Mihajlovic í kjölfar þess að liðið vann aðeins einn af síðustu tíu leikjum sínum. Íslenski boltinn 14. apríl 2009 13:05
Grindavík vann Keflavík - tveir með rautt Grindvíkingar unnu 3-1 sigur á Keflavík í Lengjubikarkeppni karla nú í kvöld og tryggðu sér um leið sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar. Íslenski boltinn 8. apríl 2009 21:12
Embla biður stuðningsmenn Vals afsökunar Embla Grétarsdóttir ætlar greinilega að gæta þess að byrja með hreint borð hjá stuðningsmönnum Vals eftir að hún skipti yfir á Hlíðarenda úr KR á dögunum. Íslenski boltinn 8. apríl 2009 09:38
Þorgrímur aðstoðar Willum Þorgrímur Þráinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals út næstu leiktíð. Þetta staðfesti Þorgrímur í samtali við netsíðuna fotbolti.net í dag. Íslenski boltinn 7. apríl 2009 14:28
Grindvíkingar fá franskan leikmann Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samning við franskan vængmann sem verið hefur á reynslu hjá félaginu síðustu tvær vikurnar. Íslenski boltinn 7. apríl 2009 13:34
Ekkert gengur hjá KR-ingum í Lengjubikarnum Það gengur ekkert hjá KR-ingum í Lengjubikarnum en liðið tapaði fyrir Fylki í dag og á eftir að vinna sinn fyrsta sigur í keppninni eftir fjóra leiki. Fótbolti 4. apríl 2009 20:15
Valskonur fara beint í 32 liða úrslitin Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki munu fara beint í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár. Íslenski boltinn 3. apríl 2009 12:15
Stjörnumenn að gera góða hluti í Lengjubikarnum Nýliðar Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í fótbolta eru að standa sig vel í Lengjubikarnum. Liðið vann 3-1 sigur á Leikni í Egilshöllinni í gær og er því öruggt með sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 3. apríl 2009 10:00
Embla Grétarsdóttir í Val Embla Grétarsdóttir hefur ákveðið að ganga í raðir Vals eftir því sem fram kemur á heimasíðu KR og leikur því í rauðu í sumar. Íslenski boltinn 2. apríl 2009 14:34
Spurningakeppni landsliðshópsins: Ungir unnu gamla eftir bráðabana Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Skotum i undankeppni HM í Glasgow á morgun. Undirbúningur íslenska hópsins fyrir leikinn gegn Skotum á morgun er í fullum gangi á heimasíðu KSÍ eru fréttir af íslenska hópnum. Íslenski boltinn 31. mars 2009 12:00
Helmingslíkur á að Emil spili „Emil er sá eini sem á við einhver meiðsli að stríða, aðrir eru klárir í slaginn. Það er of snemmt að segja til um það hvort hann spili en það eru svona helmingslíkur á því í dag," sagði Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Vísi í dag. Íslenski boltinn 30. mars 2009 18:45
Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Fótbolti 29. mars 2009 22:17
Eiður Smári: Sjálfstraust Skota beið hnekki Eiður Smári Guðjohnsen segir að ef Ísland æti sér að berjast um annað sæti í riðli sínum í undankeppni HM verði það að vinna Skota á Hampden Park á miðvikudaginn. Fótbolti 29. mars 2009 21:51
Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Fótbolti 29. mars 2009 20:17
Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Íslenski boltinn 29. mars 2009 16:06
Norðanstelpur tóku efsta sætið með stórsigri Þór/KA er komið á toppinn í A-deildinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í Akraneshöllinni í kvöld. Íslenski boltinn 27. mars 2009 23:41
Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í stórleiknum Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í kvöld í stórleik Lengjubikars kvenna. Liðin voru fyrir leikinn jöfn með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum. Blikar eru þó á toppnum þar sem þær eru með betri markatölu. Íslenski boltinn 27. mars 2009 22:40
Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig „Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum. Íslenski boltinn 27. mars 2009 14:36