Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Sverrir búinn að semja við FH-inga

Sverrir Garðarsson verður væntanlega orðinn leikmaður FH á næstu dögum. Varnarmaðurinn sterki er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH-inga. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld

Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna

Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Bjarki kominn aftur til KR

Viktor Bjarki Arnarsson skrifaði nú í kvöld undir þriggja ára samning við KR. Hann er ekki ókunnugur í herbúðum félagsins eftir að hafa leikið þar sem lánsmaður sumarið 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baldur búinn að framlengja við Valsmenn

Baldur Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Valsmenn en Baldur hefur leikið með félaginu frá því að hann kom á Hlíðarenda frá ÍA árið 2004 og hjálpaði Valsmönnum að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Valsmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn framlengdi við Blika

Bikarmeistarar Breiðabliks halda áfram að ganga frá samningum við sína bestu menn og í kvöld var greint frá því að Kristinn Steindórsson hefði skrifað undir nýjan samning við Blika. Þetta kemur fram á blikar.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hrefna Huld í Þrótt

Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Siðareglur KSÍ klárar

Í kjölfar fjaðrafoksins í kringum ferð fjármálastjóra KSÍ, Pálma Jónssonar, á nektarstað í Sviss, þar sem hann varð uppvís að því að nota kreditkort sambandsins, boðaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, að samdar yrðu siðareglur hjá KSÍ.

Íslenski boltinn