Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ásgrímur Helgi: Þetta er bara slys

„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur Örlygsson: Gott að komast aftur á sigurbraut

Framarar skutust á topp Pepsi-deildar karla eftir , 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, hefur verið að ná frábærum árangri með Framliðið undanfarin ár, en það eru 18 ár síðan að Framarar trónuðu á toppi Íslandsmótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ívar: Ekkert lið hefur orðið Íslandsmeistari í júní

Ívar Björnsson, leikmaður Fram, átti frábæran leik þegar Framarar sigruðu Stjörnuna ,2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld á Laugardalsvellinum. Ívar hefur verið iðinn við kolann í sumar þegar kemur að því að skora mörk, en hann hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deild karla í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Reynir: Það eru allir fúlir

„Það eru gríðarleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við stefndum á sigur í kvöld og koma okkur í leiðinni í efri hlutann. Það gekk ekki eftir því miður," sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson eftir tapið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina

Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1.

Íslenski boltinn