Rúrik klár í slaginn Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, segir að Rúrik Gíslason sé klár í slaginn og geti spilað með liðinu gegn Skotum á morgun. Íslenski boltinn 10. október 2010 21:47
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í kvöld Íslenska 21 árs landsliðið kom til Edinborgar í gær og mun í kvöld æfa á vellinum þar sem liðið spilar við Skotland á morgun í seinni umspilsleiknum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Íslenski boltinn 10. október 2010 18:08
Gylfi Einarsson aftur heim í Fylki Gylfi Einarsson er á leiðinni heim í Árbæinn en þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolta.net. Gylfi er búinn að vera í atvinnumennsku í tíu ár eða síðan að hann fór til Lilleström eftir frábæra frammistöðu sína sumarið 2000. Íslenski boltinn 9. október 2010 21:00
Pétur Markan búinn að semja við Víkinga Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings. Íslenski boltinn 9. október 2010 14:07
Björgólfur fer ekki frítt frá KR Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að Björgólfur Takefusa sé samningsbundinn leikmaður og verði ekki leystur undan samningi án greiðslu. Íslenski boltinn 8. október 2010 17:38
Baldur og Kjartan á förum frá Valsmönnum Miðjumaðurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson og markmaðurinn Kjartan Sturluson munu ekki spila áfram með Valsmönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 8. október 2010 11:30
Ómar og Guðjón Árni áfram hjá Keflavík Markvörðurinn Ómar Jóhannsson og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson hafa báðir skrifað undir nýjan samning við Keflavík. Íslenski boltinn 7. október 2010 22:45
Kjartan hættur í Val Kjartan Sturluson mun ekki spila áfram með Val á næsta tímabili en það kom fram á Fótbolti.net í dag. Íslenski boltinn 7. október 2010 17:06
Andrés Már og Arnar Darri hittu slána frá miðju - myndband Vefsíðan fótbolti.net bauð upp á skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem að leikmenn 21 árs landsliðsins reyndu sig í því að hitta slána frá miðju. Það voru þó ekki sóknarmenn liðsins sem slógu í gegn í þessum leik heldur bakvörðurinn Andrés Már Jóhannesson og markmaðurinn Arnar Darri Pétursson. Íslenski boltinn 7. október 2010 15:30
Auðun og Grétar hættir hjá Grindavík Auðun Helgason og Grétar Ólafur Hjartarson munu ekki leika með Grindavík í Pepsi-deildinni næsta sumar. Íslenski boltinn 7. október 2010 15:00
2500 miðar seldir á leikinn við Skota í kvöld Íslenska 21 árs landsliðið spilar í kvöld einn allra mikilvægasta leik sinn frá upphafi þegar liðið mætir Skotum á Laugardalsvellinum í fyrri umpsilsleik liðanna um sæti í úrslitakeppni EM. Íslenski boltinn 7. október 2010 12:30
Kristinn dæmir Balkanskaga-slag á föstudaginn Kristinn Jakobsson mun dæma leik í undankeppni EM á föstudaginn en hann og þrír aðrir íslenskir dómarar eru á leiðinni til Tirana í Albaníu til þess að dæma leik Albaníu og Bosníu Hersegóvínu í D riðli undankeppni EM. Íslenski boltinn 6. október 2010 14:00
Þjálfari 21 árs landsliðs Dana: Skil vel ákvörðun Íslendinga Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, skilur vel þá ákvörðun stjórnar Knattspyrnusambands Íslands að setja 21 árs landsliðið í forgang. Sjö leikmenn A-landsliðsins munu spila með 21 árs landsliði Íslands í umspilsleikjunum á móti Skotum í stað þess að spila með A-landsliðinu á móti Portúgal í undankeppni EM. Íslenski boltinn 6. október 2010 13:30
Guðjón gerði ótímabundinn samning við BÍ/Bolungarvík Óvænt stórtíðindi urðu í dag þegar BÍ/Bolungarvík tilkynnti að félagið hefði náð samningum við Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara. Íslenski boltinn 6. október 2010 11:22
Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur. Íslenski boltinn 5. október 2010 15:15
Næsta EM kvenna í fótbolta fer fram í Svíþjóð Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í gær var ákveðið að úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta fari fram í Svíþjóð árið 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 5. október 2010 14:00
21 árs liðið æfir allt saman í fyrsta sinn í dag Íslenska 21 árs landsliðið mætir Skotum á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Íslenski boltinn 5. október 2010 11:00
Stjörnumenn í þýskum sjónvarpsþætti - myndband Fjórir leikmenn Stjörnunnar fóru til Þýskalands um helgina þar sem þeir voru gestir í þætti þýskrar sjónvarpsstöðvar, ZDF. Íslenski boltinn 4. október 2010 23:30
Ólafur um Hermann, Theodór Elmar og Gunnar Heiðar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í dag meðal annarra þá Hermann Hreiðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðið á nýjan leik. Íslenski boltinn 4. október 2010 19:00
Ólafur tilkynnir landsliðið: Hermann og Eiður Smári báðir í hópnum Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er búinn að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir komandi leik á móti Portúgal í undankeppni EM 2012. Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni en tveir þeir fyrstu töpuðust á móti Noregi og Danmörku. Íslenski boltinn 4. október 2010 13:35
Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn. Íslenski boltinn 4. október 2010 12:30
Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum. Íslenski boltinn 4. október 2010 10:00
Ásmundur verður áfram með Fjölni Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Fjölnis í knattspyrnu næstu árin. Íslenski boltinn 3. október 2010 15:30
Ólafur Kristjánsson semur við Blika til 2015 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur gert nýjan samning við Kópavogsliðið til 2015. Hann verður því við stjórnvölinn næstu fimm ár. Íslenski boltinn 3. október 2010 15:04
Gummi Ben fær ekki að halda áfram með Selfoss Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Guðmundar Benediktssonar. Hann hefur því hætt þjálfun liðsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslenski boltinn 2. október 2010 12:45
Andri þjálfar Haukana áfram Andri Marteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Hauka og verður því áfram þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 2. október 2010 12:15
Ingvar áfram hjá Blikum Ingvar Þór Kale, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Gamli samningurinn átti að renna út í haust. Íslenski boltinn 1. október 2010 12:13
Atli Viðar framlengdi við FH Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson hefur framlengt samningi sínum við FH til ársins 2012. Núverandi samningur Atla við félagið átti að renna út á næstu dögum. Íslenski boltinn 1. október 2010 08:50
Þorvaldur hjá Fram til 2013 Knattspyrnudeild Fram hefur framlengt samninginn við Þorvald Örlygsson en nýi samningurinn gildir til ársloka 2013. Íslenski boltinn 30. september 2010 13:52
Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Íslenski boltinn 30. september 2010 08:00