Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Rúrik klár í slaginn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, segir að Rúrik Gíslason sé klár í slaginn og geti spilað með liðinu gegn Skotum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi Einarsson aftur heim í Fylki

Gylfi Einarsson er á leiðinni heim í Árbæinn en þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolta.net. Gylfi er búinn að vera í atvinnumennsku í tíu ár eða síðan að hann fór til Lilleström eftir frábæra frammistöðu sína sumarið 2000.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Markan búinn að semja við Víkinga

Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andrés Már og Arnar Darri hittu slána frá miðju - myndband

Vefsíðan fótbolti.net bauð upp á skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem að leikmenn 21 árs landsliðsins reyndu sig í því að hitta slána frá miðju. Það voru þó ekki sóknarmenn liðsins sem slógu í gegn í þessum leik heldur bakvörðurinn Andrés Már Jóhannesson og markmaðurinn Arnar Darri Pétursson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjálfari 21 árs landsliðs Dana: Skil vel ákvörðun Íslendinga

Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, skilur vel þá ákvörðun stjórnar Knattspyrnusambands Íslands að setja 21 árs landsliðið í forgang. Sjö leikmenn A-landsliðsins munu spila með 21 árs landsliði Íslands í umspilsleikjunum á móti Skotum í stað þess að spila með A-landsliðinu á móti Portúgal í undankeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingvar áfram hjá Blikum

Ingvar Þór Kale, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Gamli samningurinn átti að renna út í haust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ

Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant.

Íslenski boltinn