KR-útvarpið að hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld KR-ingar leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í kvöld og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á staðnum þegar KR-liðið heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvellinum. Útvarp KR sem er á FM 98,3 mun hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2011 14:30
Mikil mistök hjá Fylkismönnum að fara með leikinn inn í Kópavog Fylkismenn spiluðu ekki á heimavelli sínum í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær heldur fóru með leikinn við Grindvíkinga inn í Kórinn í Kópavogi þar sem Fylkisgrasið var ekki tilbúið. Íslenski boltinn 3. maí 2011 12:15
Valsmenn lögðu meistaraefnin FH var spáð titlinum í Pepsi-deild karla á flestum vígstöðum fyrir mótið í ár en liðið tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni í gær. Íslenski boltinn 3. maí 2011 07:00
Dramatík í innanhúsboltanum Grindavík sneri vonlausri stöðu sér í hag er liðið vann 3-2 sigur á Fylki í Kórnum í Kópavogi en þá fór fram fyrsti leikur í efstu deild karla innan dyra. Íslenski boltinn 3. maí 2011 06:00
Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. Íslenski boltinn 2. maí 2011 23:05
Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. Íslenski boltinn 2. maí 2011 22:45
Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Íslenski boltinn 2. maí 2011 22:37
Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ Íslenski boltinn 2. maí 2011 22:22
Kristján: Ekki hægt að kvarta undan svona byrjun "Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, margfalda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2011 22:21
Heimir: Verðum að mæta grimmari til leiks "Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2011 22:17
Heimir: Gaman í lokin Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár. Íslenski boltinn 2. maí 2011 21:53
Kristján: Tryggvi leiðinlegur á velli en skilar sínu Kristjáni Haukssyni, fyrirliða Fram, fannst eðlilega ekkert sérstakt að horfa á Tryggva Guðmundsson fagna dramatísku sigurmarki á Hásteinsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2011 21:40
Þórarinn: Gerist ekki sætara Þórarinn Ingi Valdimarsson átti stóran þátt í sigurmarki ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld og lék ágætlega fyrir Eyjaliðið. Íslenski boltinn 2. maí 2011 21:33
Þorvaldur: Dómgæslan féll ekki með okkur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir að hafa fengið á sig mark gegn ÍBV í uppbótartíma og tapað. Íslenski boltinn 2. maí 2011 21:27
Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera. Íslenski boltinn 2. maí 2011 21:08
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 2. maí 2011 18:30
Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Íslenski boltinn 2. maí 2011 17:52
Umfjöllun: Valsmenn unnu Íslandsmeistaraefnið Valsmenn byrja Íslandsmótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í kvöld, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum af öllum helstu spámönnum landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 2. maí 2011 17:49
Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Íslenski boltinn 2. maí 2011 17:45
Umfjöllun: Tryggvi stal senunni Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar. Íslenski boltinn 2. maí 2011 16:39
Fiskifloti Eyjamanna á leið í land - allir á leið á völlinn Höfnin í Vestmannaeyjun er að hreinlega að fyllast tveim tímum fyrir leik ÍBV og Fram. Allir sjómennirnir eru að drífa sig í land svo þeir nái leiknum. Íslenski boltinn 2. maí 2011 16:28
Valsmenn urðu meistarar þegar þeir unnu FH síðast á heimavelli Lengjubikar- og Reykjavíkurmeistarar Valsmanna taka á móti FH-ingum í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 2. maí 2011 16:00
Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 2. maí 2011 15:47
Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær. Íslenski boltinn 2. maí 2011 14:45
FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 2. maí 2011 12:15
Leikur Vals og FH fer fram í kvöld Það er búið að ákveða það endanlega að leikur Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld fer fram og hefst klukkan 19.15. Mikil snjókoma síðustu daga hafði skapað óvissuástand um hvort leikurinn yrði hreinlega leikfær í kvöld en Valsmenn hafa séð til þess að Vodafone-völlurinn er klár. Íslenski boltinn 2. maí 2011 11:20
Atli Viðar: Björn Daníel sá eini sem þorir ekki í ísbaðið Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH-liðsins, skýtur aðeins á félaga sinn Björn Daníel Sverisson í viðtali á stuðningsmannasíðu FH-liðsins, fhingar.net. FH-ingar heimsækja Valsmenn í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 2. maí 2011 10:15
Ekki hægt að komast frá Eyjum eftir leik á morgun Þeir stuðningsmenn Fram sem hafa hug á því að fara til Vestmannaeyja á morgun og fylgjast með sínu liði spila gegn ÍBV í Pepsi-deildinni verða að gera sér að góðu að gista í Eyjum ef þeir fara á leikinn. Íslenski boltinn 1. maí 2011 23:15
Búið að fresta leik Víkings og Þórs Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu er heldur betur að setja sitt mark á Pepsi-deild karla því búið er að fresta öðrum leik í fyrstu umferð mótsins. Íslenski boltinn 1. maí 2011 15:50
Víkingur vill fresta en Valur stefnir á að spila Víkingur hefur óskað eftir því að leik liðsins gegn Þór á morgun verði frestað. Valsmenn stefna aftur á móti ótrauðir að því að spila gegn FH á heimavelli sínum. Íslenski boltinn 1. maí 2011 12:46