Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Bjarnólfur ráðinn þjálfari Víkings

Knattspyrnudeild Víkings réð í dag Bjarnólf Lárusson sem þjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu af Andra Marteinssyni sem hætti í gær. Tómas Ingi Tómasson, sem var rekinn frá HK á dögunum, verður aðstoðarmaður Bjarnólfs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar

Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn Einarsson: Þetta var mjög erfið ákvörðun

Andri Marteinsson var í kvöld látinn fara sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingum og félagið leitar nú að eftirmanni hans. Víkingar vonast til að geta tilkynnt um nýjan þjálfara á morgun sem verður þá þriðji þjálfari liðsins á rúmum fjórum mánuðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Marteinsson rekinn frá Víkingi

Andri Marteinsson er hættur sem þjálfari Víkinga í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann stýrði sínum síðasta leik þegar Víkingar töpuðu 0-1 á móti Fram í gær í sannkölluðum sex stiga leik í botnbaráttu deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harpa og Edda María komnar aftur heim

Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina því liðið hefur endurheimt tvo fyrrum liðsmenn sína, Hörpu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki og Eddu Maríu Birgisdóttur frá ÍBV. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enn spenna í toppbaráttunni - myndir

KR og Valur gerðu 1-1 jafntefli í toppslagnum í Pepsi-deild karla í gærkvöldi en Valsmenn tryggðu sér jafntefli á lokamínútu leiksins eftir að hafa orðið fyrir því óhappi að skora sjálfsmark nokkrum mínútum fyrr.

Íslenski boltinn