Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Framarar unnu Íslandsmeistara KR

Fram vann 2-1 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Framliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en Framarar byrjuðu á því að bursta ÍR-inga 5-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni

Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Þór hefur ekkert hugsað um landsliðið

Arnar Þór Viðarsson er í fámennum hópi en aðeins 21 leikmaður á meira en 50 landsleiki að baki. Arnar hefur spilað 52 landsleiki á ferlinum en á þó ekki sérstaklega góðar minningar frá síðasta landsleik, en þá tapaði Ísland fyrir Liechtenstein ytra, 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiðar í hóp hinna útvöldu

Heiðar Helguson er aðeins sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins í 56 ára sögu kjörsins. "Óvænt og mikil ánægja,“ segir Heiðar sem átti ekki einu sinni von á því að vera tilnefndur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik

Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar okkar stóðu upp úr

Kvennalandsliðið í fótbolta heldur áfram að klifra upp heimslistann. Nýr kafli var skrifaður í handboltasöguna með þátttöku kvennalandsliðsins á HM. Ungur kylfingur frá Seltjarnarnesi náði fyrstur Íslendinga að leika á sterkustu atvinnumótaröð heims. Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér helstu vendipunktum í íslensku íþróttalífi á árinu 2011.

Íslenski boltinn