Valur og Stjarnan komust á blað Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals unnu þá fyrstu sigra sína á tímabilinu. Íslenski boltinn 18. maí 2012 17:41
ÍA og KR mætast í bikarnum - þrír Pepsi-deildar slagir í 32 liða úrslitum Það verða þrír Pepsi-deildar slagir í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ dregið var nú í hádeginu. Pepsi-deildarliðin tólf koma nú inn í bikarkeppnina en tuttugu lið stóðu eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Stórleikur umferðarinnar er leikur ÍA og KR upp á Akranesi. Íslenski boltinn 18. maí 2012 12:35
Brendan Rodgers hafnaði Liverpool Brendan Rodgers, stjóri Swansea City, hefur ekki áhuga á því að taka við Liverpool en Guardian segir frá því að Rodgers hafi hafnað viðtali við forráðamenn Liverpool. Rodgers kom til greina sem næsti stjóri Liverpool líkt og þeir Pep Guardiola, Fabio Capello, Roberto Martínez og André Villas-Boas. Íslenski boltinn 18. maí 2012 11:15
Saman með 16 mörk Haukar komust í sögubækurnar þegar að liðið vann sannkallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, 31-0. Tveir leikmenn skoruðu meira en helming allra marka í leiknum. Íslenski boltinn 18. maí 2012 07:00
Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður. Íslenski boltinn 18. maí 2012 06:00
BÍ/Bolungarvík hafði naumlega betur gegn ÍH í bikarnum Öllum leikjum nema einum er lokið í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ og liggur því fyrir hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitin á morgun. Íslenski boltinn 17. maí 2012 17:05
Elfar Árni: Vil halda áfram að skora mörk fyrir Blika Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði sigurmark Blika gegn Val í fyrrakvöld og tryggði þeim grænu þar með fyrsta sigur tímabilsins. Mark Elfars Árna var einnig fyrsta mark Blika á tímabilinu. Íslenski boltinn 17. maí 2012 06:00
Haukar unnu 31-0 í bikarkeppni KSÍ Fjölmargir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ en hæst bar ótrúlegur sigur Hauka á Snæfelli, 31-0. Viktor Smári Segatta skoraði tíu mörk í leiknum. Íslenski boltinn 16. maí 2012 22:04
Hvert mark FH-inga er 2,3 stiga virði FH-ingar hafa aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þremur umferðunum í Pepsi-deild karla í fótbolta en eru engu að síður í öðru sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum. Það hafa sjö lið skorað fleiri mörk en FH í sumar en aðeins Skagamenn hafa fengið fleiri stig. Íslenski boltinn 16. maí 2012 22:00
KR-ingar búnir að tapa öllum þremur seinni hálfleikjunum 1-2 Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, sá til þess að Íslandsmeistararnir misstu ekki frá sér sigur í þriðja leiknum í röð þegar hann varði víti frá Eyjamanninum Matt Garner í uppbótartíma í 3-2 sigri KR á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla á KR-vellinum í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2012 20:45
Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga. Íslenski boltinn 16. maí 2012 17:30
Magnús Gylfason ósáttur við umræðuna um fjölda útlendinga hjá ÍBV Magnús Gylfason þjálfari ÍBV var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977. Þar ræddi Magnús um vítaspyrnurnar fjórar sem dæmdar voru í leiknum við KR 3-2 tapleik ÍBV í gær. Þá svaraði þjálfarinn einnig umfjöllun úr Pepsímörkunum í gær þar sem rætt var um fjölda útlendinga í liði ÍBV. Íslenski boltinn 16. maí 2012 16:00
Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR. Íslenski boltinn 16. maí 2012 13:22
Atli Eðvaldsson ráðinn trúnaðarmaður Suðvesturlands Atli Eðvaldsson er aftur kominn á fullt inn í íslenska knattspyrnu því hann er kominn heim frá Þýskalandi og er tekinn við sem trúnaðarmaður KSÍ á Suðvesturlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 16. maí 2012 10:45
Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977 Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 16. maí 2012 10:30
Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi. Íslenski boltinn 16. maí 2012 00:04
Menn leikjanna í kvöld Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og voru okkar menn að sjálfsögðu á staðnum. Einkunnir leikmanna liggja nú fyrir sem og hverjir voru valdir sem menn sinna leikja. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:25
Tryggvi Guðmundsson: Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum "Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum. Ég vann í mínum málum og ekkert meira um það að segja af minni hálfu," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:14
Hvítklæddir Skagamenn með fullt hús | Myndasyrpa ÍA er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði sigurmark Skagamanna. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:00
Fyrstu stig Fram í sjö marka leik | Myndasyrpa Fram skoraði síðustu þrjú mörkin í 4-3 sigri á Grindavík í dramatískum leik á Laugardalsvellinum í kvöld. Steven Lennon var hetja þeirra bláklæddu. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:54
Guðjón neitaði Fótbolta.net um viðtal Guðjón Þórðarson neitaði að ræða við vefmiðilinn Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón neitaði síðunni um viðtal. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:27
Ásgeir Börkur býður sig fram sem vítaskyttu Fylkis "Þetta var hundfúlt og ég er brjálaður. Við vorum betra liðið í 90 mínútur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu,“ sagði miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hjá Fylki eftir 1-0 tap fyrir ÍA í kvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:18
Pepsimörkin í beinni á Vísi Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00. Íslenski boltinn 15. maí 2012 21:30
Nýr Englendingur til ÍBV | Samdi til loka júní ÍBV hefur samið við Englendinginn Jake Gallagher um að leika með liðinu til loka júnímánaðar. Hann var síðast á mála hjá Millwall. Íslenski boltinn 15. maí 2012 17:57
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-2 Íslandsmeistarar KR unnu sinn fyrsta sigur í sumar er ÍBV kom í heimsókn. Lokatölur 3-2 þar sem Kjartan Henry skoraði úr þrem vítaspyrnum og Hannes Þór varði víti frá ÍBV í uppbótartíma. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:46
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1 Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:43
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Grindavík 4-3 Steven Lennon sá fyrir því að Fram náði öllum þremur stigunum gegn Grindavík í ótrúlegum sjö marka leik á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - FH 0-1 FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:39
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Leikurinn var lítið fyrir augað en heimamenn stýrðu leiknum þó allan tímann. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:34