Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 4-1

KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök

"Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Íslenski boltinn