
Álaborg í úrslit eftir sigur gegn frönsku risunum
Álaborg vann í dag frækinn tveggja marka sigur gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Lokatölur 35-33 og Álaborg mætir annað hvort Nantes eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.