

Fréttaskýringar
Vönduð umfjöllun þar sem stór mál eru krufin til mergjar.

Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans.

Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst
Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot.

Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða
Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í.

Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember
Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði.

Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun.

Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt
Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni.

Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu
Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar.

Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir
Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur.

Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu
Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa.

Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip
Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið.

Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp
Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi.

Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli
Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs.

Tekinn af lífi fyrir njósnir fyrir Bandaríkin
Fyrrverandi starfsmaður varnarmálaráðuneytis Íran hefur að sögn verið tekinn af lífi vegna gruns um njósnir fyrir Bandaríkin.

Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu.

Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni
Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins.

Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum "Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Afleiðingar Tsjernobyl fallið í gleymskunnar dá
Tsjernobyl-slysið hefur enn í dag áhrif á íbúa svæða sem urðu fyrir mengunni. Þeir óttast enn það sem þeir sjá ekki.

Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið
Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar.

Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar.

Friðsamir mótmælendur handteknir í Kasakstan
Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár.

Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð
Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt.

Refskákin um toppstarfið í Brussel hafin
Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í dag til að ræða áherslur og skipan embætta næstu fimm árin.

Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs
Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik.

Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst?
Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi.

Svona er staðan á strákunum okkar þegar að 18 dagar eru í tvíhöfðann mikilvæga
Staðan oft verið verri undanfarin misseri en besti framherjinn er úr leik.

Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu
Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis.

Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari
Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda.

Stefán Már segir aðalatriðið vegna þriðja orkupakkans að reglugerð um ACER öðlast ekki lagagildi
Sú leið sem íslenska ríkið ætlar að fara við staðfestingu reglugerða þriðja orkupakkans er líklega án fordæma. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að það skipti ekki máli því reglugerð um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) mun ekki taka gildi á Íslandi nema lagður verði sæstrengur og fram fari ný endurskoðun síðar á því hvort reglurnar samrýmist stjórnarskránni.

Telur að fyrirvarinn sem var nefndur „kanína úr pípuhatti“ hafi ekki verið nauðsynlegur
Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður segir að fyrirvarinn í þingsályktun utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann, sem tryggði stuðning margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við málið, hafi í raun verið ónauðsynlegur.

Telja makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra í þágu stærri útgerðarfyrirtækja
Verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu makríls að lögum mun það fækka enn frekar þeim smábátum sem möguleika hafa á að stunda makrílveiðar að mati smábátaeigenda. Í frumvarpinu er miðað við tíu ára veiðireynslu sem hentar helst stærri útgerðum sem mokveiddu makríl á fyrstu árunum eftir hrunið.