Stuðningsmenn ruddust inn á völlinn og köstuðu blysum í átt að leikmönnum Stuðningsmenn Saint-Etienne brugðust hinir verstu við þegar liðið féll úr frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Auxerre í úrslitum umspilsins í dag. Fótbolti 29. maí 2022 23:31
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. Fótbolti 29. maí 2022 22:31
Matthías: Hefði klárlega átt að fá víti Matthías Vilhjámsson, fyrirliði FH, segir liðið vera stadda í brekku sem erfitt sé að vinna sig úr. Það hafi sýnt sig í kvöld að liðið skorti sjálfstraust. Fótbolti 29. maí 2022 22:14
Umfjöllun og viðtal: Leiknir - Breiðablik 1-2 | Sigurganga Blika heldur áfram Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. Íslenski boltinn 29. maí 2022 22:10
Kjartan Henry: Fannst ég skulda mörk Kjartan Henry Finnbogason lagði lóð sín á vogarskálina þegar KR lagði FH að velli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fótbolti 29. maí 2022 22:02
Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. Sport 29. maí 2022 21:53
Hjörtur skoraði en Pisa missti af sæti í efstu deild Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa misstu af sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 3-4 tap í framlengdum leik gegn Monza í úrslitum umspilsins í kvöld. Monza vann fyrri leik liðanna 2-1 og vann sér þar með inn sæti í deild þeirra bestu. Fótbolti 29. maí 2022 21:14
Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. Íslenski boltinn 29. maí 2022 21:11
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. Fótbolti 29. maí 2022 20:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1-0 ÍBV | Einstaklingsframtak Óla Vals tryggði Stjörnunni stigin þrjú Stjarnan sigraði ÍBV á Samsung vellinum í 8. umferð Bestu-deildar karla, 1-0, eftir glæsilegt mark frá Óla Val Ómarssyni. Íslenski boltinn 29. maí 2022 20:23
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. Íslenski boltinn 29. maí 2022 20:14
Viðar Örn og félagar fengu skell Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga máttu þola stórt tap er liðið tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir unnu 4-0 sigur og Vålerenga er nú án sigurs í fimm deidlarleikjum í röð. Fótbolti 29. maí 2022 19:53
„Missti bara stjórn á skapi mínu og lét það bitna á Ella“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald þegar Íslands- og bikarmeistararnir unnu 2-1 sigur á KA í dag. KA-menn jöfnuðu á 79. mínútu þegar Víkingar voru manni færri eftir að hafa ekki getað gert skiptingu. Íslenski boltinn 29. maí 2022 19:38
Hólmar Örn: Það er augljóst að það vantar sjálfstraust Hólmar Örn, fyrirliði Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Fram í Bestu deild karla í dag. Fótbolti 29. maí 2022 19:17
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. Íslenski boltinn 29. maí 2022 19:07
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - KA 2-1 | Viktor Örlygur hetja meistaranna Víkingur vann KA í Bestu deild karla með 2-1 sigri í leik liðanna í Víkinni í dag. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmark Víkings í uppbótartíma. Íslenski boltinn 29. maí 2022 18:45
Hólmbert og félagar halda toppsætinu | Alfons lék allan leikinn í tapi Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur af fjórum leikjum í norska fótboltanum í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lillestrøm eru enn á toppi deildarinnar efitr 2-2 jafntefli gegn Tromsø, en Alfons Sampsted og norsku meistararnir í Bodø/Glimt þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn Molde. Fótbolti 29. maí 2022 17:54
Nottingham Forest tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 23 ára fjarveru Nottingham Forest mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Huddersfield í úrslitaleik umspilsins á Wembley í dag. Liðið snýr því aftur í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan árið 1999. Enski boltinn 29. maí 2022 17:26
Jónatan Ingi fer vel af stað hjá Sogndal Jónatan Ingi Jónsson skoraði mark Sogndal þegar liðið beið lægri hlut á móti Sandnes Ulf, 2-1, í norsku B-deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 29. maí 2022 16:22
Ari Freyr lagði upp mark í jafntefli Ari Freyr Skúlason lagði upp fyrra mark Norrköping þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Elfsborg í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 29. maí 2022 15:17
Mikil sveifla á tveimur vikum hjá Brann og Avaldsnes Brann kreisti fram 2-1 sigur með sigurmarki í uppbótartíma þegar liðið sótti Avaldsnes heim í 12. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Tvær vikur eru síðan Brann vann 10-0 stórsigur í deildarleik liðanna. Fótbolti 29. maí 2022 14:59
Segir Mané hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á twitter-síðu sinni í dag að senegalski fótboltamaðurinn Sadio Mané hafi ákveðið að yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar. Sport 29. maí 2022 14:34
Rangnick mun ekki starfa sem ráðgjafi hjá Manchester United Ralf Rangnick mun láta af störfum hjá Manchester United í sumar en til stóð að hann myndi færa sig yfir í starf yfirmanns knattspyrnumála eða ráðgjafa hjá félaginu í sumar. Fótbolti 29. maí 2022 13:48
Freyr endaði frábært tímabil með sigri Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby báru sigurorð af Frederica með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 29. maí 2022 13:39
Agla María missti af tveimur stigum í toppbaráttunni Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kom inná sem varamaður þegar lið hennar Häcken gerði markalaust jafntefli við Djurgärden þegar liðin mættust í sænsku efstu deildinni í dag. Fótbolti 29. maí 2022 13:13
Marcelo kveður með viðeigandi hætti Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar. Fótbolti 29. maí 2022 12:33
Óttar Magnús heldur áfram að skora Framherjinn Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Oakland Roots þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sínum á móti Sacramento Republis í næstefstu deild bandarísku deildarkeppninnar í fótbolta í nótt. Fótbolti 29. maí 2022 11:58
Conte byrjaður að styrkja hóp sinn Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið. Fótbolti 29. maí 2022 11:02
Sara Björk utan hóps í stórleiknum í kvöld Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki í leikmannahópi Lyon þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í toppslag í frönsku efstu deildinni í kvöld. Sport 29. maí 2022 10:32
Klopp hvatti stuðningsmenn til að bóka hótel í Istanbúl Jürgen Klopp var upplitsdjarfur og spenntur fyrir framtíðinni þrátt fyrir svekkjandi tap Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í gærkvöldi. Sport 29. maí 2022 09:53