Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hjörtur skoraði en Pisa missti af sæti í efstu deild

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa misstu af sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 3-4 tap í framlengdum leik gegn Monza í úrslitum umspilsins í kvöld. Monza vann fyrri leik liðanna 2-1 og vann sér þar með inn sæti í deild þeirra bestu.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff

ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga

Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn og félagar fengu skell

Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga máttu þola stórt tap er liðið tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir unnu 4-0 sigur og Vålerenga er nú án sigurs í fimm deidlarleikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil sveifla á tveimur vikum hjá Brann og Avaldsnes

Brann kreisti fram 2-1 sigur með sigurmarki í uppbótartíma þegar liðið sótti Avaldsnes heim í 12. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Tvær vikur eru síðan Brann vann 10-0 stórsigur í deildarleik liðanna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Marcelo kveður með viðeigandi hætti

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar.  

Fótbolti
Fréttamynd

Óttar Magnús heldur áfram að skora

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Oakland Roots þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sínum á móti Sacramento Republis í næstefstu deild bandarísku deildarkeppninnar í fótbolta í nótt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Conte byrjaður að styrkja hóp sinn

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk utan hóps í stórleiknum í kvöld

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki í leikmannahópi Lyon þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í toppslag í frönsku efstu deildinni í kvöld. 

Sport