Sif Atla: Kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á Sif Atladóttir og félagar hennar í landsliðinu hafa nú byrjað æfingar á enskri grundu og hún var ein af fjórum reynsluboltum sem hittu íslenska blaðamenn í dag. Fótbolti 7. júlí 2022 22:00
Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. Fótbolti 7. júlí 2022 21:25
EM í dag: Sögulegt kvöld á Old Trafford þegar Evrópumótið byrjaði með stæl Evrópumót kvenna í knattspyrnu hófst á miðvikudagskvöldið þegar rétt tæplega sjötíu þúsund manns troðfylltu Old Trafford á opnunarleik keppninnar. Fótbolti 7. júlí 2022 21:00
Umfjöllun: Noregur-Norður-Írland 4-1 | Norska liðið átti ekki í vandræðum í frumsýningunni Noregur fer vel af stað á Evrópumótinu í fótbolta kvenna en liðið vann sannfærandi 4-1 sigur þegar liðið mætti Norður-Írlandi í seinni leik fyrstu umferðar í A-riðli mótsins í dag. England hafði betur gegn Austurríki í A-riðlinum í fyrsta leik mótsins í gær. Fótbolti 7. júlí 2022 20:52
Hörður Ingi dró fram skotskóna Vinstri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson skoraði mark Íslendingaliðsins Sogndal þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi í leik sínum á móti Fredrikstad í norsku B-deildinni í fótbolta karla í völd. Fótbolti 7. júlí 2022 19:51
Umfjöllun: Pogon Szczecin-KR 4-1 | Afar kaflaskipt frammistaða hjá KR í Póllandi Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0. Fótbolti 7. júlí 2022 17:48
Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. Fótbolti 7. júlí 2022 16:55
Neco Williams á leið frá Liverpool til nýliðanna Liverpool og nýliðar Nottingham Forest hafa komist að samkomulagi um söluna á Neco Willams til nýliðanna. Enski boltinn 7. júlí 2022 16:30
Haller leysir Håland af hólmi Sébastien Romain Teddy Haller á að leysa Erling Braut Håland af hjá Borussia Dortmund. Haller kemur frá Ajax og kostar rúmlega 30 milljónir evra. Fótbolti 7. júlí 2022 15:30
Myndir: Mikið fjör á æfingu Íslands Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búsett á meðan Evrópumótið í fótbolta fer fram. Fótbolti 7. júlí 2022 15:00
Sjö leikmenn á útleið frá Arsenal Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að losa sig við sjö leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugginn lokar í næsta mánuði til að fjármagna enn frekari kaup til félagsins. Enski boltinn 7. júlí 2022 14:30
Sveindís sú tíunda verðmætasta í íslenska riðlinum Sveindís Jane Jónsdóttir situr í tíunda sæti listans yfir verðmætustu leikmenn D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu sem nú fer fram. Það var vefmiðillinn Soccerdonna sem tók listan saman. Fótbolti 7. júlí 2022 13:30
Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki. Fótbolti 7. júlí 2022 12:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. Fótbolti 7. júlí 2022 12:00
Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. Fótbolti 7. júlí 2022 11:31
Þrír dagar í EM: Elskar að pirra Dagnýju og borða bananabrauð en hatar banana Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er næst á dagskrá. Fótbolti 7. júlí 2022 11:00
Sandra oft ein í herbergi en nú er hún ekki ein um það Það er rúmt um íslenska kvennalandsliðið á liðshótelinu í Crewe þar sem stelpurnar okkar munu hafa aðsetur næstu vikurnar eða meðan á Evrópumótinu í Englandi stendur. Fótbolti 7. júlí 2022 10:46
Allar töskur íslensku stelpnanna skiluðu sér í hús Þessa dagana lenda margir í vandræðum á flugferðum sínum um Evrópu og fréttir um týndar töskur eru allt of algengar. Fótbolti 7. júlí 2022 10:36
Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. Fótbolti 7. júlí 2022 10:30
Þorsteinn sendir reynsluboltana fram fyrir skjöldu í dag Það verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir íslensku landsliðskonurnar í dag þegar þær mun í fyrsta sinn hitta fyrir íslensku fjölmiðlasveitina sem mun fylgjast með hverju fótmáli hjá þeim á Evrópumótinu í Englandi. Fótbolti 7. júlí 2022 09:30
Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. Enski boltinn 7. júlí 2022 09:01
Segja að Chelsea sé að undirbúa tilboð í Ronaldo Ef marka má hina ýmsu erlendu miðla er enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea að undirbúa 14 milljón punda tilboð í portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo. Enski boltinn 7. júlí 2022 08:31
Nýliðarnir fá franskan varnarmann Nýliðar Nottingham Forest hafa fengið franska varnarmanninn Moussa Niakhate ti liðs við sig og mun hann leika með liðinu til ársins 2025. Enski boltinn 7. júlí 2022 07:31
Stelpurnar hitta íslensku fjölmiðlasveitina í fyrsta sinn í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er búið að flytja sig yfir til Englands eftir vonandi góðar og vel heppnaðar æfingarbúðir á meginlandi Evrópu síðustu vikuna og fram undan eru síðustu dagarnir fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi. Fótbolti 7. júlí 2022 07:00
Íslenskir dómarar á tveimur völlum Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum. Fótbolti 7. júlí 2022 06:30
Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. Fótbolti 6. júlí 2022 23:15
Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. Fótbolti 6. júlí 2022 20:52
Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. Fótbolti 6. júlí 2022 19:46
Kahn segir Ronaldo ekki henta hugmyndafræði Bayern Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir í samtali við Kicker að félagið muni ekki freista þess að kaupa Cristiano Ronaldo frá Manchester United. Fótbolti 6. júlí 2022 19:00
Alfons spilaði allan leikinn í þægilegum sigri Alfons Sampsted, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, þegar lið hans Bodø/Glimt vann sannfærandi 3-0 sigur gegn KÍ frá Klaksvík í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í Bodø í dag. Fótbolti 6. júlí 2022 18:17