Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með

Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roon­ey mættur aftur til Banda­ríkjanna

Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Frakkland salta Ítalíu

Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Maga­kveisa herjar á lið Sviss

Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu klúður aldarinnar

Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari.

Fótbolti
Fréttamynd

Kona lést í slysinu við EM-torgið

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Erlent
Fréttamynd

Dagskráin: Golf og Besta-deildin

Stöð 2 Sport er með fimm beinar útsendingar í dag. Opna breska mótaröðin í golfi og Besta-deild karla í fótbolta eru í aðalhlutverkum. 

Sport
Fréttamynd

Dybala gæti fyllt skarð Ronaldo hjá United

Paulo Dybala er laus allra mála hjá Juventus eftir að samningur hans við félagið rann út í maí. Talið var að Dybala myndi skrifa undir samning við Inter Milan en nú virðist Manchester United vera líklegari áfangastaður.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta var draumi líkast“

Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Íslands hönd á stórmóti er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í dag. Sandra var hins vegar að mæta til leiks á sitt fjórða stórmót en þangað til nú hefur hún þurft að verma varamannabekk Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

For­eldrar hlýddu for­setanum og höguðu sér vel að mestu

Forseti Íslands var á Símamótinu í Kópavogi í dag og hvatti áfram ungar knattspyrnustelpur. Hann segir mikilvægt að leyfa börnum að leika og leika sér á knattspyrnumótum. Enginn komist í landsliðið vegna æstra foreldra á hliðarlínunni. Mótinu lauk í dag og að sögn eins skipuleggjenda þess virðast foreldrar hafa hlýtt forsetanum.

Innlent