Spáð í spilin: Sunderland v Tottenham Fyrsti leikur tímabilsins er á milli þeirra liða sem hvað mesta eftirvæntingu hafa vakið. Tottenham er það lið sem talið er eiga mestu möguleikana á að brjótast sér leið að efstu fjórum sætunum sem að öllu jöfnu virðast vera frátekin fyrir United, Chelsea Liverpool og Arsenal. Sunderland er svo það lið af nýliðunum sem talið er eiga mestu möguleikanan á að halda sér í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 11. ágúst 2007 10:22
Nýtt blað um enska boltann Í dag kom út nýtt eintak af íþróttablaðinu Sport sem fylgt hefur Fréttablaðinu mánaðarlega frá því í febrúar. Að þessu sinni er blaðið, sem er 24 síður, helgað enska boltanum. Enski boltinn 11. ágúst 2007 08:23
Ecclestone tilbúinn að kaupa Arsenal Formúlumógúllinn Bernie Eccelstone lýsir því yfir við The Times í dag að hann myndi kaupa Arsenal í dag ef það væri til sölu. Ecclestone hefur verið orðaður við yfirtöku en ljóst er að ekki verður af henni fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári þar sem fimm stærstu hluthafar félagsins hafa komist að samkomulagi um að hreyfa ekki sinn hlut fyrr en þá. Ecclestone ásælist hlut fimmmenninganna enda vill hann ráða öllu þar sem er. Enski boltinn 11. ágúst 2007 00:55
W.B.A. kaupir Pele West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn Pele frá Southampton fyrir eina milljón punda. Pele skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á að bæta við þriðja árinu. Pele þótti standa sig mjög vel á sínu fyrsta ári hjá Southampton í fyrra. Enski boltinn 10. ágúst 2007 23:26
Petit hefur áhyggjur af Arsenal Emmanuel Petit, fyrrverandi miðjumaður franska landsliðsins og Arsenal, hefur áhyggjar af því lið Arsenal nái ekki meistaradeildarsæti á komandi leiktímabili. Hann segir að liðið sé búið að selja of marga leikmenn. Thierry Henry, Freddie Ljungberg og Jose Antonio Reyes hafa allir verið seldir á meðan stjórinn hefur aðeins keypt Eduardo da Silva og Bakari Sagna. Enski boltinn 10. ágúst 2007 23:17
Dyer á leið til West Ham eftir allt The Times heldur því fram að vef sínum að Kieron Dyer sé á leið til West Ham eftir allt en félagskipti hans til Íslendingaliðsins West Ham runnu út í sandinn í vikunni eftir að Newcastle hækkaði verðmiðann á honum um tvær milljónir punda á elleftu stundu. Útlit er fyrir að málamiðlun náist þar sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lítil not af leikmanni sem vill komast burt af persónulegum ástæðum og er hataðaur af stuðningsmönnum liðsins. Enski boltinn 10. ágúst 2007 21:22
Taylor frá í mánuð Varnarmaðurinn sterki hjá Birmingham, Matthew Taylor, mun missa af fyrsta mánuði tímabilsins vegna meiðsla. Taylor reif magavöðva í síðustu viku og mun gangast undir aðgerð á mánudaginn. Taylor spilaði stórt hlutverk fyrir Birmingham á síðasta tímabili þegar Birmingham vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni og hlaut að launum nýjan þriggja ára samning við félagið í apríl. Enski boltinn 10. ágúst 2007 20:39
Wenger hefur trú á sínum mönnum Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að lið hans hafi það sem þurfi til að berjast um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á morgun. „Við búum yfir miklum innri styrk. Ég hef það á tilfinningunni að við munum gera góða hluti, sama hvað aðrir segja,“ sagði Wenger. Enski boltinn 10. ágúst 2007 19:52
Chelsea landar Alex Chelsea hefur loksins náð að landa brasilíska varnarmanninum Alex frá PSV Eindhoven. Chelsea hefur lengi reynt að fá leikmanninn og eftir þrjú ár í Hollandi hefur hann loksins fengið atvinnuleyfi í Englandi. Alex hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu og hefur skrifað undir þriggja ára samning. Enski boltinn 10. ágúst 2007 18:51
Allardyce ætlar að vinna sína gömlu lærisveina á morgun Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að uppbygging liðsins muni taka tíma, en hann vill að liðið vinni fyrsta deildarleik sinn á morgun gegn Bolton. Allardyce kom einmitt til Newcastle í sumar frá Bolton, en þar hafði hann verið við stjórnvölinn í sjö og hálft ár. Enski boltinn 10. ágúst 2007 17:24
Tevez málið frá A til Ö Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda. Enski boltinn 10. ágúst 2007 16:56
Íslensku atvinnumennirnir blogga á Vísi Nú geta lesendur Vísis fengið enn betri innsýn í lífið í enska boltanum. Nokkrir af bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar ætla nefnilega að planta sér fyrir framan lyklaborðið og leyfa lesendum að fylgjast með því hvernig lífið í atvinnumennskunni gengur fyrir sig. Enski boltinn 10. ágúst 2007 15:58
Aston Villa fær Carson út tímabilið Aston Villa hefur tryggt sér enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson frá Liverpool á lánssamningi út tímabilið. Þar með hafði Aston Villa betur en Manchester City sem hafði mikinn áhuga á að fá markvörðinn í sínar raðir. Enski boltinn 10. ágúst 2007 15:28
Joey Barton: Ég er bara mannlegur Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur,“ sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er.“ Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu. Enski boltinn 10. ágúst 2007 14:28
Lampard segir að Robben verði saknað Frank Lampard segir að leikmenn Chelsea muni sakna Hollendingsins Arjan Robben þegar hann yfirgefur félagið til að leita á vit ævintýranna í Madríd. Spænskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Robben sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við Real Madrid en það hefur ekki verið staðfest opinberlega ennþá. Enski boltinn 10. ágúst 2007 14:11
Birmingham fær Djourou að láni frá Arsenal Birmingham hefur tryggt sér hinn unga Johan Djourou á láni frá Arsenal. Þessi tvítugi leikmaður gerði samning við Birmingham fram að árámótum, en möguleiki er að framlengja samninginn að þeim tíma loknum. Enski boltinn 10. ágúst 2007 14:02
Tevez er löglegur með United Sky Sports greinir nú frá því að félagaskipti Carlos Tevez hafi loksins verið samþykkt af enska knattspyrnusambandinu. Hann er því löglegur með Manchester United gegn Reading um helgina. Enski boltinn 10. ágúst 2007 13:11
Áskriftarsala á Sýn gengur frábærlega “Staðan á áskriftarsölunni er betri en ég þorði að vona,” segir Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar en enski boltinn byrjar að rúlla aftur á stöðinni um helgina eftir þriggja ára hlé. Hann segir mikinn fjölda búinn að tryggja sér áskrift þrátt fyrir að tímabilið sé enn ekki formlega hafið. Enski boltinn 10. ágúst 2007 12:10
Rooney fetar í fótspor Eiðs Smára Í nýrri auglýsingu sem nú er dreift á netinu bregður Wayne Rooney á leik með Dirty Sanchez genginu. Auglýsingin minnir um margt á atriði sem Eiður Smári tók upp í garðinum sínum með þeim Sveppa, Audda og Pétri. Enski boltinn 10. ágúst 2007 10:50
Luque að yfirgefa Newcastle Spánverjinn Albert Luque virðist staðráðinn í að enda árs langa martröð sína hjá Newcastle. Tvö lið vilja fá hann að láni út næsta tímabil. Luque var keyptur til Newcastle í fyrra á 9.5 milljónir punda frá Deportiva La Coruna en hann hefur átt í miklum erfiðleikum á Englandi og ekki fest sig í sessi hjá Newcastle. Enski boltinn 10. ágúst 2007 10:11
Voronin valinn bestur á undirbúningstímabilinu Andriy Voronin, Úkraínumaðurinn sem gekk til liðs við Liverpool í sumar frá Bayer Leverkusen, hefur verið valinn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu. Kosning fór fram á heimasíðu liðsins og vann Voronin með 68% greiddra atkvæða. Enski boltinn 10. ágúst 2007 09:59
Heiðar gæti spilað á laugardag Heiðar Helguson, sem í sumar gekk til liðs við Bolton, gæti leikið með sínum nýju félögum á laugardag þegar liðið tekur á móti Newcastle. Heiðar er óðum að jafna sig á smávægilegum meislum sem hann hlaut í æfingaleik gegn Colchester. Enski boltinn 10. ágúst 2007 09:27
Lampard vill bíða með nýjan samning í ár Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard vill bíða í eitt ár með að skrifa undir nýjan samning við Chelsea þar sem hann ætlar að einbeita sér að því að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu. Hann segir við breska götublaðið The Sun að það sé ástæða þess að samningaviðræður á milli hans og forráðamanna Chelsea hafi siglt í strand. Enginn ágreiningur sé um peninga líkt og haldið hefur verið fram. Enski boltinn 10. ágúst 2007 09:18
Quinn fer ef Keane hættir Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur lýst því yfir að hann standi 100% á bak við Roy Keane, knattspyrnustjóra liðsins. Hann hefur varað stuðningsmenn liðsins við því að ef Keane fari þá muni hann fylgja honum burt frá félaginu. Enski boltinn 10. ágúst 2007 09:00
Eggert óánægður með vinnubrögð Newcastle Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur greint frá óánægju sinni með vinnubrögð Newcastle eftir að félagið hætti við að selja Kieron Dyer til West Ham á síðustu stundu nema kaupverðið yrði hækkað um tvær milljónir punda. Eggert segist furðu lostinn yfir því að Newcastle hafi hækkað verðið á síðustu stundu. Enski boltinn 9. ágúst 2007 21:31
Gallas verður fyrirliði Arsenal Franski varnarmaðurinn William Gallas verður næsti fyrirliði Arsenal, en þetta tilkynnti félagið í dag. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist hafa valið Gallas vegna reynslunnar sem hann býr yfir, en Gilberto og Kolo Toure verða varafyrirliðar. Enski boltinn 9. ágúst 2007 17:59
Varaforseti FIFA: „England óvinsæl knattspyrnuþjóð“ Varaforseti FIFA, Jack Warner, heldur því fram að England sé svo óvinsæl knattspyrnuþjóð að beiðni þeirra um að fá að halda heimsmeistarakeppni landsliða árið 2018 sé dauðadæmd. England hefur einu sinni fengið að halda keppnina en það var árið 1966, eina skiptið sem Englendingar urðu heimsmeistarar. Enski boltinn 9. ágúst 2007 16:24
Eggert: „Ég óska Tevez alls hins besta í framtíðinni“ Eggert Magnússon viðurkennir að hann sé ánægður með að Carloc Tevez málið sé loksins að baki. Tevez þess nú að félagsskipti hans frá West Ham til Manchester United gangi formlega í gegn. Eggert óskar Tevez alls hins besta hjá nýju félagi og er ánægður með að málið hafi verið leyst. Enski boltinn 9. ágúst 2007 15:42
Liverpool á eftir markverði Lens Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Enski boltinn 9. ágúst 2007 14:38
Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle. Enski boltinn 9. ágúst 2007 14:32