EM kvenna í fótbolta 2022

EM kvenna í fótbolta 2022

Evrópumót kvenna í fótbolta fór fram í Englandi dagana 6. til 31. júlí 2022. Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Belgía í átta liða úrslit

    Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sex breytingar á byrjunar­liði Frakk­lands

    Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld

    Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þið elskið að spyrja út í þetta“

    Fyrirliðastaðan hefur verið aðeins til umræðu í íslenskum fjölmiðlum á þessu Evrópumóti og þá sérstaklega af hverju að fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafi ekki bara misst fyrirliðastöðuna til Söru heldur einnig varafyrirliðastöðuna til Glódísar Perlu Viggósdóttur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hausinn þarf að vera í lagi líka

    Dagný Brynjarsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu tóku fagnandi möguleikanum á því að hitta sitt fólk í gær. Íslensku stelpurnar sóttu sér þar vonandi í þá andlegu orku sem þaf til að gera eitthvað í lokaleiknum mikilvæga á móti Frökkum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Varað við ofsahita á EM

    Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal

    Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Danir úr leik á EM eftir tap gegn Spánverjum

    Danir, sem fóru í úrslit á síðasta Evrópumóti, eru úr leik á EM í ár eftir tap gegn Spánverjum í lokaleik B-riðils gegn Spánverjum, 1-0. Ísland og Svíþjóð eru einu norðurlandaþjóðirnar eftir á EM.

    Fótbolti