Joe Biden

Joe Biden

Fréttir tengdar Joe Biden, 46. forseta Bandaríkjanna.

Fréttamynd

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Erlent
Fréttamynd

Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Kabúl óttaslegnir

Þótt Talibanar hafi gefið út almenna sakaruppgjöf í Afganistan og skorað á fólk að halda til vinnu eru margir íbúar höfuðborgarinnar Kabúl óttaslegnir og halda sig heima.

Erlent
Fréttamynd

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

Erlent
Fréttamynd

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar flúðu Texas aftur

Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas í Bandaríkjunum hafa flúið ríkið á nýjan leik til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra lagafrumvarpa í ríkinu. Athygli þeirra beinist sérstaklega að lagafrumvarpi sem mun gera fólki erfiðara að kjósa í Texas en einnig lögum um fósturrof og kennslu um rasisma í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs

Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“

Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Erlent
Fréttamynd

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Biden lengir bannlista Trumps

Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. 

Erlent