Körfuboltakvöld: „Það er ekki sólarupprás í Phoenix eins og staðan er núna“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni undanfarna daga. Staða mála hjá Phoenix Suns var rædd sem og farið var yfir hvert er leiðinlegasta lið deildarinnar.