Fleiri fréttir

Spá hnignun í sölu iPhone

Spáð er að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga í sögu símans.

Mikil uppstokkun hjá Twitter

Fjórir af hæst settu stjórnendum fyrirtækisins eru hættir en fyrirtækið hefur verið undir miklum þrýstingi frá fjárfestum.

Shell býst við verri afkomu

Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014.

Twitter-sjúkir sakna Twitter sem liggur niðri

Notendur Twitter hafa ekki getað komist inn á samfélagsmiðilinn í morgun og mun tæknilegum örðugleikum vera um að kenna. Vandamálið nær ekki aðeins til Íslands heldur liggur vefurinn niðri um heim allan.

Hagvöxtur í Kína ekki verið minni í 25 ár

Hagvöxtur í Kína á síðasta ári var 6,9 prósent, samanborið við 7,3 prósent árið áður. Vöxturinn í fyrra var sá hægasti í landinu í tuttugu og fimm ár. Vöxtur kínversks efnahagslíf skiptir gríðarlegu máli fyrir fjárfesta um allan heim og því eru menn á nálum yfir því að vélin sé að hægja á sér.

Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins

Kauphöllum í Kína var lokað tvisvar í vikunni og lækkuðu hlutabréf um allan heim. Íslenskt efnahagslíf er ekki ónæmt fyrir ástandi heimsmála að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, en aðrir þættir eins og olíuverð hafi áhrif.

Hlutabréf falla í Evrópu

Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaðar í Kína hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið um tvö prósent í morgun.

The Force Awakens orðin tekjuhæst í Ameríku

Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, er orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum og Kanada. Áfanginn náðist á í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir rúma 760 milljónir dollara en það met átti áður myndin Avatar.

Kauphöllum í Kína lokað aftur

Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags.

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Sjá næstu 50 fréttir