Viðskipti erlent

HSBC bannar ráðningar og launahækkanir árið 2016

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skorið verður niður um 20 prósent starfa hjá HSBC á árinu.
Skorið verður niður um 20 prósent starfa hjá HSBC á árinu. Vísir/AFP
Bankinn HSBC hefur sett bann við allar nýjar ráðningar og launahækkanir árið 2016 til að draga úr rekstrarkostnaði. 

HSBC er stærsti lánveitari í Evrópu og er í miðjum niðurskurði með það að markmiði að draga úr 3,5 milljörðum punda, jafnvirði 650 milljörðum íslenskra króna, í rekstrarkostnaði á árinu. 

Auk þess verður skorið niður um 20 prósent starfa. Einnig er verið að skoða möguleikann á því að flytja höfuðstöðvar bankans frá London.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×