Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að falla frá reglu um sjálfvirka lokun kauphalla falli hlutabréfaverð um 7 prósent. BBC greinir frá.
Kínverskir hlutabréfamarkaðir hafa tvívegis lokað í vikunni eftir að reglan varð virk, nú síðast í nótt innan við hálftíma eftir opnun markaða.
Í tilkynningu frá kínversku verðbréfaeftirlitsnefndinni kom fram að eins og sakir standi væru ókostir við regluna fleiri en kostirnir. Því hafi verið tekin ákvörðun um að afnema regluna til að viðhalda stöðugleika á markaði.
Hlutabréf um allan heim hafa fallið í dag eftir lokun kauphalla í Kína í nótt.

