Fleiri fréttir

Jon Bon Jovi þénaði mest

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi þénaði mest á tónleikum á árinu eða rúmlega 200 milljónir. Hljómsveit hans tróð upp 80 sinnum á árinu.

Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins

Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku.

Meira keypt á Netinu en áður

Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk.

Útivinnandi mæðrum fjölgar

Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum.

Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings

Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr.

Ferðamönnum fjölgar í Bretlandi

Ferðamönnum í Bretlandi mun fjölga um 300 þúsund á næsta ári, samkvæmt áætlunum VisitBritain, sem er bresk ferðamálastofnun.

Toyota greiðir milljónir vegna banaslyss

Toyota greiddi 10 milljónir bandaríkjadala, eða 1170 milljónir íslenskra króna, til fjölskyldu fjögurra einstaklinga sem létust í bílslysi í Lexusbifreið í Bandaríkjunum í fyrra. Samið var um upphæðina í September en lögfræðingur sem kom að samkomulaginu kjaftaði nýlega frá upphæðinni.

Álverðið tekur kipp upp á við fyrir jólin

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara á tonnið í þessari viku og stendur nú í 2.455 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Er verðið því nálægt hámarki ársins.

Kína vill veita ESB viðamikla efnahagsaðstoð

Kínversk stjórnvöld vilja veita löndum evrusvæðisins innan ESB viðamikla efnahagsaðstoð. Ennfremur ætla Kínverjar að styðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í aðgerðum sjóðsins meðal ESB landa. Þetta kemur fram í máli talskonu kínverska utanríkisráðuneytisins.

Fann tugi milljóna í gamalli bankabyggingu

Belginn Ferhat Kaya í borginni Ghent fann nýlega 300.000 evrur eða um 47 milljónir kr. í gömlum peningaskáp sem skilinn hafði verið eftir í gamalli bankabyggingu sem áður hýsti Deka Bank.

Bankarisi bannar hvítlauk og mínipils

Svissneski bankarisinn UBS hefur sent starfsfólki sínu 43 síðna stóra handbók um hvernig það eigi að hegða sér á vinnustað. Meðal annars er starfsfólkinu bannað að borða hvítlauk og konum sem starfa við bankann er bannað að mæta til vinnu í mínipilsi.

FIH selur hluti sína í Sjælsö Gruppen

FIH Aztec Holding og FIH Finance hafa selt alla hluti sína í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FIH bankanum sem til skamms tíma var í íslenskri eigu.

Óopnaður Landsbankapóstur kostaði 540 milljónir

Borgarsjóður Stoke-on-Trent á Englandi tapaði 3 milljónum punda eða rúmum 540 milljónum kr. sökum þess að tölvupóstur frá Landsbankanum í Bretlandi var ekki opnaður í aðdragenda hrunsins haustið 2008.

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Írlands

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands úr Aa2 og niður í Baa1. Horfur eru sagðar neikvæðar sem þýðir að hætta er á frekari lækkun einkunnarinnar.

Stoðir og Straumur selja hlut í Nordicom

Stoðir og Straumur hafa minnkað eignarhlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom. Frá því síðdegis í gær og aftur í morgun hafa borist fjöldi tilkynninga um eigendaskipti á hlutum í Nordicom.

Nú getur þú eignast hlut í Facebook

Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes.

Oprah gefur mest til góðgerðamála

Oprah Winfrey trónir á toppnum yfir þá einstaklinga í heiminum sem hafa gefið mest til góðgerðarmála. Hún hefur gefið sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna.

Saudi Arabar vilja halda olíuverðinu undir 80 dollurum

Saudi Arabar vilja halda heimsmarkaðsverði á olíu undir 80 dollurum á tunnuna. Þetta kom fram á fundi OPEC ríkjanna um helgina. Ali al-Naimi olíumálaráðherra Saudi Arabíu segir að ..."70 til 80 dollarar eru gott verð."

Útvarpsstjarna reyndist tugmilljarða virði

Þegar það fréttist í morgun að útvarpsstjarnan Howard Stern hefði skrifað undir nýjan samning við útvarpsstöðina Sirius XM jókst markaðsverðmæti stöðvarinnar um 300 milljónir dollara eða tæplega 35 milljarða kr.

Danskur hraðbanki spýtti úr sér 1.000 króna seðlum

Það varð uppi fótur og fit fyrir utan útibú Danske Bank í bænum Birkeröd í Danmörku í vikunni þegar hraðbanki fyrir utan útibúið fór skyndilega að spýta úr sér 1.000 kr. seðlum í gríð og erg.

Reiði í garð Bakkavarar í Bretlandi vegna uppsagna

Mikil reiði ríkir í garð Bakkavarar í Bretlandi hjá verkalýðsfélagi í Lincolnshire eftir að Bakkavör ákvað að slíta viðræðum um hópuppsagnir í verksmiðju sinni í Spalding. Bakkavör er búin að segja 170 starfsmönnum upp í verksmiðjunni.

Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda

Frekari fjármunir verða ekki lagðir í sjóð til aðstoðar evrulöndum í skuldavanda. Fjármálaráðherrar ESB-landa funduðu í höfuðstöðvum ESB í Brussel á mánudag og þriðjudag. Ný álagspróf verða lögð fyrir evrópska banka í febrúar.

Ísland nýtur góðs af lækkun færslugjalda Visa

Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá.

Slegist um kaupin á Eik Bank í Danmörku

Mikill áhugi er á því að kaupa Eik Bank í Danmörku en hann var dótturbanki Eik Banki í Færeyjum sem komst í þrot s.l. haust. Samkvæmt frétt í Jyllands Posten munu a.m.k. átta bankar slást um að fá að kaupa Eik Bank.

Sjá næstu 50 fréttir