Viðskipti erlent

Notuðu hundruðir milljarða til að veikja jenið

Fjármálaráðuneyti Japans upplýsti í dag að það hefði notað sem samsvarar nær 300 milljörðum kr. í þessum mánuði til þess að koma í veg fyrir mikla styrkingu á gengi jensins. Ráðuneytið seldi jen fyrir þessa upphæð og keypti dollara í staðinn.

Þetta kemur fram á vefsíðunni MarketWatch. Fyrr í mánuðinum staðfesti Yoshihiko Noda fjármálaráðherra Japans að japanski seðlabankinn hefði keypt dollara fyrir jen. Það gerðist þegar gengi dollarans féll mikið og hafði ekki verið lægra gangvart jeninu í 15 ár.

Þegar japanski seðlabankinn sló til stóð gengið í 82,37 jenum fyrir dollara. Í dag er gengið 83,31 jen fyrir dollar.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×