Viðskipti erlent

Notuðu hundruðir milljarða til að veikja jenið

Fjármálaráðuneyti Japans upplýsti í dag að það hefði notað sem samsvarar nær 300 milljörðum kr. í þessum mánuði til þess að koma í veg fyrir mikla styrkingu á gengi jensins. Ráðuneytið seldi jen fyrir þessa upphæð og keypti dollara í staðinn.

Þetta kemur fram á vefsíðunni MarketWatch. Fyrr í mánuðinum staðfesti Yoshihiko Noda fjármálaráðherra Japans að japanski seðlabankinn hefði keypt dollara fyrir jen. Það gerðist þegar gengi dollarans féll mikið og hafði ekki verið lægra gangvart jeninu í 15 ár.

Þegar japanski seðlabankinn sló til stóð gengið í 82,37 jenum fyrir dollara. Í dag er gengið 83,31 jen fyrir dollar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.