Fleiri fréttir

Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni

„Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."

Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári

Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra.

Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum

Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári.

Skuldsettir leita til London

Stjórnendur DP World, sem rekur 49 hafnir í arabíska furstadæminu Dúbaí, leita eftir að skrá hlutabréf fyrirtækisins í bresku kauphöllina í London á öðrum fjórðungi þessa árs.

Frederiksen: Íslendingar fá lánið frá Dönum

Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Miliband gekk gegn vilja Brown með Íslandsummælum

David Miliband utanríkisráðherra Bretlands gekk gegn vilja Gordon Brown forsætisráðherra landsins þegar hann tjáði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Icesave deilan hefði ekki áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB.

Ecclestone vill kaupa SAAB

Eigandi Formúlu 1 kappakstursins, Bretinn Bernie Ecclestone, er í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á því að kaupa sænsku bílaverksmiðjurnar SAAB. Tilkynning þess efnis kom rétt eftir að frestur til þess að skila inn tilboði hafði runnið út en hollenski bílaframleiðandinn Spyker hefur einnig lagt inn tilboð. Bandaríski bílarisinn GM hefur tvívegis reynt að selja SAAB á síðustu mánuðum en í bæði skiptin hafa samningaviðræður farið út um þúfur.

Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða

Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.

Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi

Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Álverðið í 2.333 dollara á tonnið á markaðinum í London

Enn hækkar heimsmarkaðsverð á áli verulega milli daga á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 2.333 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Til samanburðar má nefna að verðið stóð í 2.280 dollurum í gærmorgun og hefur því hækkað um 53 dollara milli daga.

Risatúnfiskur seldur á 22 milljónir í Japan

Risavaxinn bláuggatúnfiskur var seldur á 22 milljónir kr. á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo í Japan í vikunni. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einstakan fisk í Japan á síðustu níu árum.

Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby

Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi.

Ekkert lát á verðhækkunum á áli á markaðinum í London

Ekkert lát er á verðhækkunum á áli á markaðinum í London. Í morgun var verðið komið í 2.280 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verð á áli því hækkað um tæpa 40 dollara á tonnið frá áramótum.

Bretar telja sig geta lagt hald á eignir Landsbankans

Breska fjármálaráðuneytið telur að það geti lagt hald á eftirstandandi eignir Landsbankans í Bretlandi. Þetta kemur fram á vefsíðu breska blaðsins The Times en Icesave málið er aðalmál síðunnar í upphafi dagsins.

Dagens Industri: Norrænu lánunum gæti seinkað

Sænski viðskiptavefurinn Dagens Industri hefur það eftir ónafngreindum embættismanni í finnska fjármálaráðuneytinu að ákvörðun forsetans í Icesave málinu gæti seinkað lánunum frá hinum Norðurlöndunum til Íslands.

Álverð heldur áfram að hækka í London

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London á fyrstu dögum þessa árs. Í morgun stóð verðið í 2.258 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hafði hækkað um 16 dollara frá því í gærdag.

Tony Fernandes segist vera með tilboð í West Ham

Samkvæmt frétt á Sky Sport hefur Tony Fernandes, eigandi AsiaAir, ekki gefið upp á bátinn að eignast ráðandi hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Tony segist vera að ganga frá samningi við CB Holding sem er að mestu í eigu Straums.

Loftslagsráðstefnan hafði slæm áhrif á rekstur Tívolí

Hinn þekkti ferðamannastaður Tívolí í Kaupmannahöfn varð illa fyrir barðinu á loftslagsráðstefnunni COP 15 í síðasta mánuði. Forráðmenn Tívolí telja að þeir hafi misst frá sér um 100.000 gesti á jólatímabilinu hjá Tívolí af völdum ráðstefnunnar.

Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l.

Humarútgerðir í Kanada í vanda vegna verðhruns

Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum.

Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar

Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu.

iPhone fær samkeppni frá Google

Eigendur Google ætla í þessari viku að setja á markað nýjan síma í samkeppni við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPhone.

Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham

Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga.

Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda

Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins.

Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu

Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC

Sjá næstu 50 fréttir