Viðskipti erlent

Dagens Industri: Norrænu lánunum gæti seinkað

Sænski viðskiptavefurinn Dagens Industri hefur það eftir ónafngreindum embættismanni í finnska fjármálaráðuneytinu að ákvörðun forsetans í Icesave málinu gæti seinkað lánunum frá hinum Norðurlöndunum til Íslands.

Embættismaðurinn segir að fulltrúar hinna Norðurlandanna ættu að hittast til að ræða stöðuna og endurmeta þau lánakjör sem Íslandi standi til boða.

Reuters hefur það eftir Iikka Katjaste háttsettum embættismanni hjá finnska fjármálaráðuneytinu að lánveitingar Norðurlandanna muni sennilega frestast. "Við munum spyrja Breta og Hollendinga um ssjónarmið þeirra í stöðunni. Í öllum tilvikum þarf að endurmeta málið," segir Katjaste.

Viðbrögð fjármálamarkaða á Norðurlöndunum við ákvörðun forsetans eru öll á einn veg, ákvörðunin sætir harðri gagnrýni, að sögn Dagens Industri.

Petter Sandgren forstjóri nýmarkaðadeildar SEB segir að ákvörðunin hafi komið verulega á óvart og muni hafa neikvæð áhrif á markaði.

Lars Christensen greinandi hjá Danske Bank segir að það gangi ekki upp að efna til þjóðaratkvæðis um mál sem þetta með nokkurra daga fyrirvara.

Reuters hefur það eftir Iikka Katjaste háttsettum embættismanni hjá finnska fjármálaráðuneytinu að lánveitingar Norðurlandanna muni frestast. "Við munum spyrja Breta og Hollendinga um ssjónarmið þeirra í stöðunni. Í öllum tilvikum þarf að endurmeta málið," segir Katjaste.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×