Viðskipti erlent

Flugfélög innan ESB verða að draga úr losun koltvísýrings

Samgönguráðherrar Evrópusambandsins hafa ákveðið að taka flugvélar innan sambandsins inn í áætlanir um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Samkomulag er um það innan sambandsins að draga úr losun koltvíoxíðs um fimmtung fyrir árið 2020 og verða forsvarsmenn flugfélaga að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að það takist, annaðhvort með því að minnka losunina eða kaupa kvóta frá öðrum iðnaði. Áætlun þessa efnis á að taka gildi árið 2011 en Evrópuþingið á þó eftir að leggja blessun sína yfir hana.

Forsvarsmenn flugfélaga kvarta sáran undan þessum kvöðum og segja að þær muni kosta félögin hátt í 350 milljarða á ári. Benda þeir enn fremur á að aðeins um tvö prósent af öllum koltvísýringi af mannavöldum komi frá flugvélum og þá séu flugvélaframleiðendur sífellt að þróa umhverfisvænni flugvélar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×