Hrun vofir yfir Simbabve 20. júní 2007 03:45 Forseti Simbabve skellir skollaeyrum við ásökunum um að bera ábyrgð á yfirvofandi neyð íbúa Simbabve. Hann veltir ábyrgðinni yfir á Vesturlönd. MYNS/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Líkur eru taldar á efnahagslegu hruni í Afríkuríkinu Simbabve eftir hálft ár verði ekkert gert til að stoppa í götin og bregðast við ástandinu, sem versnar hratt. Gangi þetta eftir gæti það leitt til neyðarástands í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu til hjálparstarfsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem breska blaðið Times birti í síðustu viku en þar er varað við því ef verðbólga aukist mikið meira. Efnahagslíf Simbabve er í molum. Verðbólga í Simbabve mælist nú 3.714 prósent og sú langhæsta í veröldinni. Atvinnuleysi mælist 80 prósent og talið er að einungis fimmtungur fullorðinna sé í vinnu. Hefur það valdið því að verslanir og þjónusta í Afríkuríkinu starfa ekki með eðlilegum hætti. Verð á matvælum tvöfaldast á mánaðarfresti vegna þessa og hafa fyrirtæki brugðið á það ráð að greiða starfsmönnum sínum með matvöru í stað peninga. Þá er bent á í skýrslunni að ástandið versni hratt. Drykkjarvatn er af skornum skammti auk þess sem stjórnvöld tóku upp á því í maí að skammta landsmönnum rafmagn og fá þeir einungis rafmagn í fjórar klukkustundir á dag. Bágborið ástand hefur komið harkalega niður á lífsgæðum og heilsu íbúa Simbabve en meðalaldur karla hefur lækkað úr 60 árum í 37 ár frá 1990. Meðalaldur kvenna er svo þremur árum lægri. Í ofanálag er talið að um fimmtungur landsmanna sé smitaður af alnæmi. Versni lífsbarátta íbúa Simbabve á árinu eru líkur á að þriðjungur þeirra 13 milljóna sem landið byggja þurfi á neyðarastoð að halda, segir í skýrslunni. Robert Mugabe, forseta Simbabve til 20 ára, er kennt um bága stöðu mála í landinu. Hann hefur hins vegar ævinlega hent öllum slíkum fullyrðingum út á hafsauga og segir Vesturlönd bera ábyrgð á ástandinu. Hafi þau snúist gegn honum eftir að ríkisstjórn hans rak hvíta bændur af jörðum sínum fyrir nokkrum árum og þjóðnýtti jarðir þeirra. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Líkur eru taldar á efnahagslegu hruni í Afríkuríkinu Simbabve eftir hálft ár verði ekkert gert til að stoppa í götin og bregðast við ástandinu, sem versnar hratt. Gangi þetta eftir gæti það leitt til neyðarástands í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu til hjálparstarfsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem breska blaðið Times birti í síðustu viku en þar er varað við því ef verðbólga aukist mikið meira. Efnahagslíf Simbabve er í molum. Verðbólga í Simbabve mælist nú 3.714 prósent og sú langhæsta í veröldinni. Atvinnuleysi mælist 80 prósent og talið er að einungis fimmtungur fullorðinna sé í vinnu. Hefur það valdið því að verslanir og þjónusta í Afríkuríkinu starfa ekki með eðlilegum hætti. Verð á matvælum tvöfaldast á mánaðarfresti vegna þessa og hafa fyrirtæki brugðið á það ráð að greiða starfsmönnum sínum með matvöru í stað peninga. Þá er bent á í skýrslunni að ástandið versni hratt. Drykkjarvatn er af skornum skammti auk þess sem stjórnvöld tóku upp á því í maí að skammta landsmönnum rafmagn og fá þeir einungis rafmagn í fjórar klukkustundir á dag. Bágborið ástand hefur komið harkalega niður á lífsgæðum og heilsu íbúa Simbabve en meðalaldur karla hefur lækkað úr 60 árum í 37 ár frá 1990. Meðalaldur kvenna er svo þremur árum lægri. Í ofanálag er talið að um fimmtungur landsmanna sé smitaður af alnæmi. Versni lífsbarátta íbúa Simbabve á árinu eru líkur á að þriðjungur þeirra 13 milljóna sem landið byggja þurfi á neyðarastoð að halda, segir í skýrslunni. Robert Mugabe, forseta Simbabve til 20 ára, er kennt um bága stöðu mála í landinu. Hann hefur hins vegar ævinlega hent öllum slíkum fullyrðingum út á hafsauga og segir Vesturlönd bera ábyrgð á ástandinu. Hafi þau snúist gegn honum eftir að ríkisstjórn hans rak hvíta bændur af jörðum sínum fyrir nokkrum árum og þjóðnýtti jarðir þeirra.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira