Fleiri fréttir

Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega.

Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember
Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu.

Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina
Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.

Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt
Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi.

Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður
Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna.

Kórónuveiran lét á sér kræla eftir fjárfestadag Play í Kaupmannahöfn
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni eftir fjáfestadag flugfélagsins Play sem var haldinn í Kaupmannahöfn á föstudag. Um hundrað manns tóku þátt í viðburðinum en aðeins maki eins þeirra smituðu hefur þurft að fara í sóttkví til þessa.

Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin
Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu.

Bein útsending: Morgunfundur um alþjóðlegu aðfangakeðjuna
Gífurlegar hækkanir á flutningskostnaði, hækkandi innkaupsverð vöru, seinkanir í alþjóðlegum flutningum og jafnvel vöruskortur blasa nú við fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum.

Ný íslensk streymisveita hefur göngu sína
Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum.

71 prósent segjast frekar versla við innlendar netverslanir
Mikil aukning hefur verið í netverslun Íslendinga á undanförnum misserum og gera um 23 prósent ráð fyrir því að versla meira á netinu á næstu tólf mánuðum. Þá segjast um 71 prósent Íslendinga versla frekar við innlendar vefverslanir en erlendar.

Tryggvi nýr tæknistjóri Borgarplasts
Tryggvi E Mathiesen hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgarplasts en hann starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá KeyNatura og SagaNatura.

„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann
Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur.

Fleiri hafa áhyggjur en ekki af sölu Símans á Mílu til Frakklands
Kjósendur Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins hafa langmestar áhyggjur af sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Fleiri landsmenn hafa áhyggjur vegna sölunnar en ekki.

Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið
Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play.

Icelandair flýgur í verkefni á Suðurskautslandinu
Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair.

Jens snýr aftur í stað Jens hjá Icelandair
Jens Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair Group og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift
Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift.

Markaðsstjóri Smáralindar ráðin framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði
Tinna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógarbaða ehf., nýja baðstaðarins í Eyjafirði sem til stendur að opna á næsta ári.

Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB
Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag.

5,5 milljarða hagnaður Regins
Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Play opnar útibú í Litháen
Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Konráð yfirgefur Viðskiptaráð
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, mun hætta hjá samtökunum snemma á næsta ári.

Ólafsson nú í Baðkerinu í Seattle
Íslenska Ólafsson ginið er nú fáanlegt á einum vinsælasta kokteilbar Seattle í Bandaríkjunum, Bathtub Gin & Co.

Fimm nýjar lyftur á höfuðborgarsvæðið og hefja snjóframleiðslu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð samkomulagi um 5,2 milljarða króna fjárfestingu í uppbyggingu skíðasvæða til ársins 2026.

Spilaæði í samkomubanni skilaði sér í sexföldum hagnaði
Hagnaður Spilavina nam 25,6 milljónum króna á seinasta ári og rúmlega sexfaldaðist frá 2019 þegar hann var 4,5 milljónir. Óhætt er að segja að samkomubann og mikill spilaáhugi landans hafi litað rekstur Spilavina í fyrra.

Tekur við starfi markaðsstjóra Keilis
Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og hefur hún þegar hafið störf.

Birna formaður stjórnar Ljósleiðarans og Vala inn í stjórn OR
Birna Bragadóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Ljósleiðarans en hún hefur átt sæti í stjórn fyrirtækisins, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur, frá árinu 2019.

Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót.

Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg
Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar.

Tekur við starfi framkvæmdastjóra Alor
Linda Fanney Valgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf.

Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll
Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út.

Tekjur Sýnar hækkuðu um rúmar 470 milljónir milli ára
Tekjur Sýnar námu 5.533 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 471 milljón króna milli ára. Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins voru 15.822 milljónir króna sem er 2,2 prósenta aukning frá sama tímabili árið 2020.

Nýtt app með tvö þúsund viðburðum framundan á Íslandi
Nýtt íslenskt app, Gjugg appið, hefur nú náð því marki að vita um meira en tvö þúsund viðburði framundan á Íslandi.

Opna Bæjarins beztu á Keflavíkurflugvelli: „Fyrsta skrefið í átt að útrás“
Bæjarins beztu pylsur opnuðu í morgun sölustað á Keflavíkurflugvelli og er um að ræða sjöunda staðinn á landinu.

Ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags
Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags. Hann tekur til starfa á morgun. Brynja er hússjóður Öryrkjabandalags Íslands og hefur það hlutverk að eiga og reka íbúðir sem leigðar eru öryrkjum.

Bræða hraun fyrir opnum tjöldum á nýrri sýningu í Reykjavík
Þremur árum eftir að Icelandic Lava Show opnaði fyrstu lifandi hraunsýningu heims í Vík í Mýrdal hefur stefnan verið tekin á Reykjavík.

Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári.

Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna
Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise).

Ráðin til að styrkja fjárstýringu fyrirtækisins
Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er sagt vera að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum en verslanir fyrirtækisins veltu ríflega 40 milljörðum króna á síðasta ári.

Félag Norðuráls í Helguvík gjaldþrota
Félagið Norðurál Helguvík ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, 28. október.

Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta
Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL.

Engar hópuppsagnir í október
Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október.

Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum.

Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam
Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina.

Gagnaveita Reykjavíkur komin með nýtt nafn
Nafni Gagnaveitu Reykjavíkur hefur formlega verið breytt í Ljósleiðarinn eftir að hafa komið fram undir því merki síðustu sjö ár.