Viðskipti innlent

Fleiri hafa áhyggjur en ekki af sölu Símans á Mílu til Frakklands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu.
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu.

Kjósendur Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins hafa langmestar áhyggjur af sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Fleiri landsmenn hafa áhyggjur vegna sölunnar en ekki.

42,4 aðspurðra segjast hafa fremur miklar eða mjög miklar áhyggjur af því að Míla hafi verið seld erlendum aðilum. Tilkynnt var um það í síðasta mánuði að franska sjóðastýringafélagið Ardian hefði fest kaup á Mílu.

Maskína

Rétt tæplega þrjátíu prósent segjast hins vegar litlar eða engar áhyggjur hafa og tuttugu og átta prósent segja áhyggjurnar í meðallagi. Ef litið er til munar á milli kynja kemur fram tiltölulega lítill munur en þó eru karlmenn heldur fleiri sem hafa litlar eða engar áhyggjur af gjörningnum.

Maskína

Áhyggjurnar aukast einnig eftir aldri aðspurðra og þá hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins minni áhyggjur af málinu en þeir sem búa úti á landi. Einnig dregur úr áhyggjum fólks á málinu eftir því sem menntunarstigið hækkar.

Maskína

Ef litið er til stjórnmálaskoðanna kemur í ljós að kjósendur Miðflokksins hafa mestar áhyggjur af sölunni og þar á eftir koma kjósendur Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Viðreisnarmenn hafa hins vegar minnstar áhyggjur af viðskiptunum og Sjálfstæðismenn koma þar rétt á eftir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×