Fleiri fréttir

Meiri velta í vændisstarfsemi á Íslandi en í Svíþjóð

Velta ólöglegrar starfsemi á borð við vændi, fíkniefni, smygl og heimabrugg er talin nema að meðaltali 6,6 milljörðum króna á ári hverju. Starfsemin verður framvegis tekin með í þjóðhagsreikninga Hagstofu Íslands.

Bruninn kostaði Sjóvá 232 milljónir

Bruninn í Skeifunni í júlí kostaði Sjóvá 232 milljónir króna fyrir tekjuskatt. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri félagsins, sem birt var í dag.

Metanráðstefna á Íslandi

Umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson mun opna ráðstefnuna með ávarpi kl. 10:30 á miðvikudagsmorgun.

Keypti þriðjungshlut í Kosmos og Kaos

Bandaríska fyrirtækið UENO LLC, sem kemur að hönnun vefsíðna á borð við Google og Youtube, hefur keypt þriðjungshlut í íslenska vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos & Kaos.

Svipmynd Markaðarins: Byrjaði hjá bílaleigunni fyrir 37 árum

Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, var fjórtán ára gamall þegar hann hóf að vinna hjá fyrirtækinu við að dæla bensíni og þrífa bíla. Hann segir sumarið hafa gengið vel og bókanir í takt við áætlanir.

Gunnar fær hálfri milljón meira en borgarstjóri

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar eru launahæsti bæjarstjóri landsins með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Hann er hálfri milljón króna launahærri á mánuði en borgarstjóri.

Iðngreinar sækja í sig veðrið

Iðnmenntaðir eru aðeins níu prósent af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í júlí og fleiri nemendur skrá sig í íðnnám fyrir veturinn.

Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur

Bókaútgefendur segja leiðina að markmiði menntamálaráðherra um aukna lestrarfærni barna vera afnám virðisaukaskatts af bókum, en alls ekki hækkun. Útgáfa á barnabókum á í vök að verjast vegna framboðs á annarri afþreyingu.

Fleiri lykilmönnum sagt upp hjá Wow

Tómasi Ingasyni og Arnari Má Arnþórssyni, framkvæmdastjórum félagsins, var sagt upp störfum í gær eftir aðeins nokkra mánuði í starfi.

Tekjur af sjónvarpi aukast

Tekjur Vodafone af sjónvarpi halda áfram að hækka. Þetta kom fram á kynningarfundi fyrir uppgjör Vodafone á öðrum ársfjórðungi, en fundurinn fór fram í morgun.

Áform Norðuráls í Helguvík hafa ekki breyst

Seðlabankinn gerir ekki lengur ráð fyrir að framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík hefjist á næstu þremur árum. Fyrirtækið vill klára verkefnið sem fyrst og stefnir enn að 270 þúsund tonna álveri. Hefur þegar kostað 15 milljarða króna.

Hagnaður Vodafone jókst um 1%

Rekstur Vodafone á öðrum ársfjórðungi skilaði 210 milljóna króna hagnaði. Forstjóraskiptin í maí kostuðu fyrirtækið 53 milljónir króna.

Rafræn ársskýrsla tilnefnd til verðlauna

Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar hefur verið tilnefnd til verðlauna í hinni alþjóðlegu og virtu Digital Communication Awards keppni, í flokki rafrænna ársskýrslna

Rekur 110 ára fjölskyldufyrirtæki

Verslunin Fálkinn fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Fyrirtækið er eitt elsta fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur alltaf verið rekið á sömu kennitölunni. Fálkinn hefur þróast töluvert langt frá uppruna sínum því upphaflega sinntu starfsmenn hans reiðhjólaviðgerðum.

Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair

Markaðsverð Icelandair hefur lækkað um 2,9 milljarða frá því á mánudag og er sú lækkun rakin til frétta af yfirvofandi eldgosi í Bárðarbungu. Þessi viðbrögð komu greinendum á markaði á óvart.

Lítið um stórar Hollywood-sprengjur

Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta.

Veltir því upp hvort útgerðin eigi að sinna rannsóknunum

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍU, segir í aðsendri grein í Markaðinum í dag að sú spurning vakni hvort haf- og fiskirannsóknum á Íslandsmiðum gæti verið betur komið á hendi sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra gegn lækkun veiðigjalda.

Landsbréf hagnast um 75 milljónir króna

Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Landsbréfa, sem er í eigu Landsbankans, á fyrri hluta ársins nam 75 milljónum króna og jókst um 22 milljónir frá fyrri árshelmingi 2013.

Sjá næstu 50 fréttir