Áform Norðuráls í Helguvík hafa ekki breyst Haraldur Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2014 09:00 Norðurál hefur stefnt að byggingu álversins frá árinu 2004. Vísir/Pjetur „Staðan er alveg óbreytt. Álmarkaðir hafa verið góðir að okkar mati og við viljum endilega klára þetta verkefni sem fyrst,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um þau áform fyrirtækisins að reisa álver í Helguvík. Í spá Seðlabankans um efnahagshorfur til næstu þriggja ára, sem birtist í nýrri útgáfu Peningamála í gær, kemur fram að bankinn gerir ekki lengur ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga álversins hefjist á tímabilinu. Seðlabankinn hefur reiknað með framkvæmdunum síðustu ár en horfir nú eingöngu til byggingar þriggja kísilvera við mat á áhrifum fjárfestinga í orkufrekum iðnaði. „Seðlabankinn gerir sínar spár og við getum ekki svarað fyrir þær,“ segir Ágúst. Hann segir því enn stefnt að byggingu 270 þúsund tonna álvers í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 2008 og í kjölfarið var farið í framkvæmdir á svæðinu. Þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum og spilar þar meðal annars inn í ágreiningur um raforkuverð. Verkefnið hefur þegar kostað yfir fimmtán milljarða króna. „Við viljum tryggja orku fyrir 180 þúsund tonna álver áður en við höldum lengra. En við viljum helst geta farið upp í 270 þúsund tonn og þá þurfum við 300 megavött af raforku og við erum með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Ágúst. Komið hefur fram að HS Orka vill losna undan orkusölusamningi við Norðurál. Samkvæmt hálfsársuppgjöri HS Orku, sem birt var fyrr í þessum mánuði, hefur fyrirtækið hafið gerðardómsferli til að losna undan samningnum en hann var undirritaður í apríl 2007. „Það kom okkur dálítið á óvart enda er þarna aftur verið að reka sama málið og var rekið fyrir tveimur til þremur árum. Þeir vefengdu gildi samningsins og það fór fyrir gerðardóm og hann var dæmdur í fullu gildi. Þetta gæti hins vegar tafið framkvæmdina því svona málaferli geta tekið eitt og hálft ár. En ef þetta á að gerast hratt er ljóst að eitthvert annað fyrirtæki en HS Orka þarf að koma inn í þetta.“ Spurður af hverju Norðurál vilji þá ekki losa HS Orku undan samningnum segir Ágúst orkufyrirtækið þurfa að standa við hann. „Þetta snýst bara um það. Orkuveita Reykjavíkur byrjaði að afhenda sína orku árið 2011 og við höfum notað hana í álverinu á Grundartanga við framleiðsluaukninguna þar,“ segir Ágúst. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Staðan er alveg óbreytt. Álmarkaðir hafa verið góðir að okkar mati og við viljum endilega klára þetta verkefni sem fyrst,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um þau áform fyrirtækisins að reisa álver í Helguvík. Í spá Seðlabankans um efnahagshorfur til næstu þriggja ára, sem birtist í nýrri útgáfu Peningamála í gær, kemur fram að bankinn gerir ekki lengur ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga álversins hefjist á tímabilinu. Seðlabankinn hefur reiknað með framkvæmdunum síðustu ár en horfir nú eingöngu til byggingar þriggja kísilvera við mat á áhrifum fjárfestinga í orkufrekum iðnaði. „Seðlabankinn gerir sínar spár og við getum ekki svarað fyrir þær,“ segir Ágúst. Hann segir því enn stefnt að byggingu 270 þúsund tonna álvers í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 2008 og í kjölfarið var farið í framkvæmdir á svæðinu. Þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum og spilar þar meðal annars inn í ágreiningur um raforkuverð. Verkefnið hefur þegar kostað yfir fimmtán milljarða króna. „Við viljum tryggja orku fyrir 180 þúsund tonna álver áður en við höldum lengra. En við viljum helst geta farið upp í 270 þúsund tonn og þá þurfum við 300 megavött af raforku og við erum með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Ágúst. Komið hefur fram að HS Orka vill losna undan orkusölusamningi við Norðurál. Samkvæmt hálfsársuppgjöri HS Orku, sem birt var fyrr í þessum mánuði, hefur fyrirtækið hafið gerðardómsferli til að losna undan samningnum en hann var undirritaður í apríl 2007. „Það kom okkur dálítið á óvart enda er þarna aftur verið að reka sama málið og var rekið fyrir tveimur til þremur árum. Þeir vefengdu gildi samningsins og það fór fyrir gerðardóm og hann var dæmdur í fullu gildi. Þetta gæti hins vegar tafið framkvæmdina því svona málaferli geta tekið eitt og hálft ár. En ef þetta á að gerast hratt er ljóst að eitthvert annað fyrirtæki en HS Orka þarf að koma inn í þetta.“ Spurður af hverju Norðurál vilji þá ekki losa HS Orku undan samningnum segir Ágúst orkufyrirtækið þurfa að standa við hann. „Þetta snýst bara um það. Orkuveita Reykjavíkur byrjaði að afhenda sína orku árið 2011 og við höfum notað hana í álverinu á Grundartanga við framleiðsluaukninguna þar,“ segir Ágúst.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun