Iðngreinar sækja í sig veðrið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Uppsveifla hefur verið í byggingariðnaði sem skilar sér í auknum áhuga ungs fólks á greinum sem honum tengjast. vísir/vilhelm Minnst atvinnuleysi er meðal iðnmenntaðra og í starfsgreinum sem tengjast iðn- og vélavinnu samkvæmt atvinnuleysistölum frá Vinnumálastofnun. Iðnmenntaðir eru til að mynda einungis níu prósent þeirra sem voru skráðir atvinnulausir í júlí en voru um fimmtán prósent atvinnulausra fyrst eftir kreppu. Skólameistarar framhaldsskóla sem bjóða upp á iðnmenntun eru sammála um að vakning sé í samfélaginu um að iðnmenntun sé góður kostur og bjóði upp á starfsöryggi. Aðsókn hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin í nokkra stærstu skólana. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri eru til að mynda óvenju margir nýnemar í ár. „Það er almennt mjög góð aðsókn í starfsnám af öllu tagi hér við skólann,“ segir Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. „Húsasmíðin er að sækja í sig veðrið eftir nokkurra ára deyfð í kjölfar efnahagshrunsins og einnig húsgagnasmíðin. Einnig er mjög mikil aðsókn í rafvirkja- og rafeindanám.“ Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, tekur í sama streng og segir byggingagreinar á uppleið. „Tölvubrautin er þó langvinsælasta braut skólans og þangað fara um 45 prósent af þeim nýnemum sem við tökum inn.“ Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla, segir uppsveiflu í samfélaginu skila sér í auknum skilningi á möguleikum iðn- og tæknimenntunar enda geti atvinnulífið tekið á móti um helmingi fleira iðnmenntuðu fólki. „Þetta er menntun sem skilar fólki strax störfum og góðum launum. Ungt fólk virðist vera að kveikja á þessum möguleika,“ segir Ingi Bogi. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Minnst atvinnuleysi er meðal iðnmenntaðra og í starfsgreinum sem tengjast iðn- og vélavinnu samkvæmt atvinnuleysistölum frá Vinnumálastofnun. Iðnmenntaðir eru til að mynda einungis níu prósent þeirra sem voru skráðir atvinnulausir í júlí en voru um fimmtán prósent atvinnulausra fyrst eftir kreppu. Skólameistarar framhaldsskóla sem bjóða upp á iðnmenntun eru sammála um að vakning sé í samfélaginu um að iðnmenntun sé góður kostur og bjóði upp á starfsöryggi. Aðsókn hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin í nokkra stærstu skólana. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri eru til að mynda óvenju margir nýnemar í ár. „Það er almennt mjög góð aðsókn í starfsnám af öllu tagi hér við skólann,“ segir Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. „Húsasmíðin er að sækja í sig veðrið eftir nokkurra ára deyfð í kjölfar efnahagshrunsins og einnig húsgagnasmíðin. Einnig er mjög mikil aðsókn í rafvirkja- og rafeindanám.“ Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, tekur í sama streng og segir byggingagreinar á uppleið. „Tölvubrautin er þó langvinsælasta braut skólans og þangað fara um 45 prósent af þeim nýnemum sem við tökum inn.“ Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla, segir uppsveiflu í samfélaginu skila sér í auknum skilningi á möguleikum iðn- og tæknimenntunar enda geti atvinnulífið tekið á móti um helmingi fleira iðnmenntuðu fólki. „Þetta er menntun sem skilar fólki strax störfum og góðum launum. Ungt fólk virðist vera að kveikja á þessum möguleika,“ segir Ingi Bogi.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun