Slagurinn um stjórn fiskveiða enn eftir 1. júní 2012 02:30 Mikið hefur verið deilt um veiðigjaldafrumvarpið en útlit er fyrir enn harðari deilur um frumvarp um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið/jón Sigurður Frumvarp til heildarlaga um stjórn fiskveiða verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Það hefur fallið nokkuð í skuggann af umræðunni um veiðigjaldafrumvarpið, en útlit er fyrir að engu minni ágreiningur verði að þessu sinni. „Ef ósætti er um veiðigjaldafrumvarpið, þá er enn meira ósætti um þetta stóra frumvarp,“ segir Einar K,. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í atvinnuveganefnd. „Það er, að mínu mati, stórhættulegt fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarbúið í heild sinni. Það mun stuðla að minni arðsemi og minni möguleikum á því að þjóðin njóti arðs af nýtingu auðlindarinnar. Það mun valda óhagræði í greininni og stuðla að verri nýtingu á miðunum, sóun og ofveiði.“ Einar gagnrýnir einnig framgang meirihluta nefndarinnar, sem hafi nú lagt fram breytingarhugmyndir, en þær taki ekki tillit til tuga umsagna um frumvarpið sem bárust nefndinni. „Meirihlutinn tekur ekkert mark á því sem þessir aðilar hafa lagt fram. Það er verið að hafa fólk að fíflum og ég hef aldrei fyrr kynnst svona vinnubrögðum á Alþingi.“ Björn Valur Gíslason, framsögumaður nefndarinnar í málinu, segir aðspurður í samtali við Fréttablaðið að viðbúið sé að mikill ágreiningur muni verða um frumvarpið. „Þessi slagur er að stórum hluta eftir, en nefndin er ekki búin að afgreiða það. Ýmislegt getur því enn breyst.“ Umræður á þingi hafa einkennst af mikilli hörku undanfarið og Björn Valur segist aðspurður sjá fyrir sér lífleg skoðanaskipti um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið. „Þetta er risamál sem hefur klofið þjóðina árum og áratugum saman. Sjávarútvegur stendur samfélaginu nær en aðrar atvinnugreinar, þannig að eðlilegt er að deilur standi um kerfisbreytingar. Við verðum að þola að rætt sé um málið, en við verðum að komast að niðurstöðu því að allt er betra en að halda kerfinu óbreyttu.“ Björn Valur segist allt eins eiga von á að ræðutími verði tvöfaldaður fyrir umræðu á þingi. Það muni því taka langan tíma þó áætluð þinglok nálgist óðum. „Við erum undir það búin að sitja hér kvöld, nætur og helgar ef út í það fer. Það er mikið líf framundan.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Frumvarp til heildarlaga um stjórn fiskveiða verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Það hefur fallið nokkuð í skuggann af umræðunni um veiðigjaldafrumvarpið, en útlit er fyrir að engu minni ágreiningur verði að þessu sinni. „Ef ósætti er um veiðigjaldafrumvarpið, þá er enn meira ósætti um þetta stóra frumvarp,“ segir Einar K,. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í atvinnuveganefnd. „Það er, að mínu mati, stórhættulegt fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarbúið í heild sinni. Það mun stuðla að minni arðsemi og minni möguleikum á því að þjóðin njóti arðs af nýtingu auðlindarinnar. Það mun valda óhagræði í greininni og stuðla að verri nýtingu á miðunum, sóun og ofveiði.“ Einar gagnrýnir einnig framgang meirihluta nefndarinnar, sem hafi nú lagt fram breytingarhugmyndir, en þær taki ekki tillit til tuga umsagna um frumvarpið sem bárust nefndinni. „Meirihlutinn tekur ekkert mark á því sem þessir aðilar hafa lagt fram. Það er verið að hafa fólk að fíflum og ég hef aldrei fyrr kynnst svona vinnubrögðum á Alþingi.“ Björn Valur Gíslason, framsögumaður nefndarinnar í málinu, segir aðspurður í samtali við Fréttablaðið að viðbúið sé að mikill ágreiningur muni verða um frumvarpið. „Þessi slagur er að stórum hluta eftir, en nefndin er ekki búin að afgreiða það. Ýmislegt getur því enn breyst.“ Umræður á þingi hafa einkennst af mikilli hörku undanfarið og Björn Valur segist aðspurður sjá fyrir sér lífleg skoðanaskipti um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið. „Þetta er risamál sem hefur klofið þjóðina árum og áratugum saman. Sjávarútvegur stendur samfélaginu nær en aðrar atvinnugreinar, þannig að eðlilegt er að deilur standi um kerfisbreytingar. Við verðum að þola að rætt sé um málið, en við verðum að komast að niðurstöðu því að allt er betra en að halda kerfinu óbreyttu.“ Björn Valur segist allt eins eiga von á að ræðutími verði tvöfaldaður fyrir umræðu á þingi. Það muni því taka langan tíma þó áætluð þinglok nálgist óðum. „Við erum undir það búin að sitja hér kvöld, nætur og helgar ef út í það fer. Það er mikið líf framundan.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira