Fleiri fréttir

Bati á fasteignamarkaði

148 kaupsamningum var þinglýst á fasteignamarkaði í síðustu viku. Þetta er 70 prósentum meiri velta en í ágústmánuði sem var einn sá rólegasti um langt skeið, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Gæðameiri íbúðir á góðum stað seljast betur en lakari íbúðir.

Spá minni hagnaði hjá Actavis

Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins á Pliva mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi.

Hagnaður Nýherja jókst um 3.500%

Nýherji reið á vaðið, eins og endranær, og birti fyrst allra félaga í Kauphöll níu mánaða uppgjör. Félagið skilaði 238 milljóna króna hagnaði á tímabilinu, þar af 154 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Aukning á milli ára nemur 360 prósentum en jókst hvorki meira né minna en um 3.500 prósent þegar einungis er horft á þriðja ársfjórðung.

Peningaskápurinn ...

Verðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta, meðal annarra Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list.

Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna

Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna.

Actavis selur bréfin í Pliva

Actavis hefur selt allt hlutafé sitt í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva til bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Actavis átti 20,8 prósent hlutafjár í Pliva með beinum og óbeinum hætti en söluverðmæti nemur 820 kúnum á hlut.

Erlend lán í heimabönkum

Viðskiptavinum Frjálsa fjárfestingabankans hefur frá síðustu mánaðamótum staðið til boða að greiða af erlendum lánum í gegnum heimabanka eða með greiðsluseðlum, sem eru sendir heim. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða af erlendum lánum með millifærslum inn á reikning bankans í kjölfar bréflegrar tilkynningar um að komið sé að gjalddaga.

Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður efndi til útboðs á íbúðabréfum í gær og bárust tilboð að nafnvirði 16,1 milljarða krónur. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu að ákveðið hafi verið að taka tilboðum fyrir 7 milljarða krónur. Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttur eftir útboðið.

Ógilding samruna staðfest

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar um að ógilda samruna lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers. Samruninn var sagður myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Coca-Cola hitti í mark á HM

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðs á tímabilinu og 14 prósenta aukningar milli ára.

Peningaskápurinn ...

Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.

Glitnir spáir 1,8% verðbólgu

Glitnir gerir ráð fyrir 1,8% verðbólgu yfir næsta ár í nýrri spá en hafði áður spáð 3,2% verðbólgu. Óvissan í spá Glitnis vegur þó töluvert meira til hækkunar fremur en til lækkunar, segir í Morgunkorni Greiningar bankans. Glitnir reiknar með að yrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til að lækka matvöruverð leiði til 2,7% lækkunar vísitölu neysluverðs, en telur þó líkur á að stjórnvöld hafi ofmetið áhrif fyrirhugaðra aðgerða og verðbólgan sem framundan er sé því vanmetin.

Leonard áfram í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Viðsnúningur í vaxtatekjum

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans.

Grettir bætir við sig bréfum í Avion

Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær.

Enn bætist í krónubréfaútgáfuna

Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa.

Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator

Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi.

Önnuðu ekki eftirspurn

Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna.

Leita svara um íslensku útrásina

Er hægt að staðfesta að árangur íslenskra útrásarfyrirtækja sé einstakur og er hægt að draga lærdóm af íslensku útrásinni sem er gagnlegur fyrir stjórnendur, ráðgjafa, fræðimenn og aðra? Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hefur hafið umfangsmikið rannsóknarverkefni til þess að leitast við að svara þessum spurningum og öðrum af svipuðum meiði.

Samtímalist krafsar í köku meistaranna

Sjóvá hefur ákveðið að selja öll sín klassísku listaverk og kaupa og styðja frekar við samtímalist. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að eigendur stórra listaverkasafna hyggjast ekki feta sömu slóð, heldur gera nýrri og eldri list jafnhátt

Bjóða í bréf Líftækni­sjóðsins

Hlutafélagið Arkea, áður Prokaria, hefur gert þeim hluthöfum sem eiga bréf í Líftæknisjóðnum tilboð upp á eina krónu fyrir hvern hlut nafnverðs. Jakob Kristjánsson, framkvæmdastjóri Líftæknisjóðsins og annar af stærstu eigendum Arkeu, segir að með yfirtökutilboðinu sé verið að gera upp Líftæknisjóðinn og Prokaria.

Keops kynnt

Forstjóri Keops A/S, Ole Vagner, kynnti félagið og fjárfestingastefnu þess í gær, ásamt því að fjalla um strauma og stefnur á fasteignamörkuðum í Skandinavíu, á fjárfestakynningu á Hótel Nordica í gær.

Orðrómur um Árvakur

Áhugi manna á fjölmiðlafyrirtækjum virðist vera endalaus og sá áhugi endurspeglast í endalausum sögusögnum sem fljúga um markaðinn. Nú gengur fjöllunum hærra að hlutur Kristins Björnssonar og skyldmenna í Árvakri sé til sölu og FL Group muni kaupa hlutinn.

Tryggingarálag lækkar enn

Tryggingarálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) heldur áfram að lækka líkt og þróunin hefur verið síðustu vikur.

Ikea er stærsta verslun landsins

Þetta ár er svo sannarlega stórt hjá Ikea á Íslandi. Ikea hefur verið með rekstur hér á landi í aldarfjórðung og flutti í nýtt og geysistórt húsnæði í síðustu viku. Þá tók nýr framkvæmdastjóri við störfum á fimmtudag. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri I

Afgreitt á tveimur vikum

Það tók Glitni ekki langan tíma að selja allt það magn sem félagið hafði sölutryggt og gott betur en það. FL gengur að öllu leyti út úr eigendahópi Icelandair sem hefði þótt ótrúleg staða þegar áform um sölu og skráningu Icelandair í kauphöll voru fyrst kynnt.

Kaupþing í Componenta

Kaupþing hefur tekið sér stöðu meðal tíu stærstu hluthafa í finnska félaginu Componenta með eins prósents hlut. Félagið framleiðir meðal annars sérsmíðaða vélahluti í margvíslegum farartækja- og þungaiðnaði.

Hátt verð á fiski

Mjög dró úr framboði af fiski á fiskmörkuðum í síðustu viku. Tæplega 1.200 tonn af fiski seldust á mörkuðum en meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur á kíló. Annað eins verð hefur ekki sést í langan tíma. Til samanburðar seldust 2.614 tonn af fiski vikuna á undan og var meðalverðið 18,27 krónum lægra.

Næst stærsti tékkinn

Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum.

Glitnir eykur gagnsæi

Glitnir hefur tilkynnt að bankinn muni flytja þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum undir auðkennið GLB Hedge.

Spá óbreyttri vísitölu

Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánudag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða.

Búið að hækka í græjunum

Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa.

Mesta verðbólgan á Íslandi

Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES.

Spá óbreyttri verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent en er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Avion Group semur um yfirtökutilboð

Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna.

Sena kaupir í Concert

Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn.

Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember

Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir