Fleiri fréttir Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. 13.10.2006 16:29 Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu. 13.10.2006 15:27 Kaupþing gefur út skuldabréf í Japan Kaupþing gaf í dag út svokölluð Samurai skuldabréf í Japan fyrir samtals 50 milljarða japanskra jena eða 29 milljarða íslenskra króna. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka í Japan. 13.10.2006 10:16 Barr með 90 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti. 12.10.2006 15:09 Samruni Existu og VÍS samþykktur 12.10.2006 10:38 Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. 12.10.2006 06:00 Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. 11.10.2006 11:11 Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. 11.10.2006 10:44 Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. 11.10.2006 09:56 Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. 11.10.2006 09:01 Nást 100 milljarðar króna í hús? Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsaðila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskipta 11.10.2006 06:00 Varasamt er að fagna of snemma Stóru viðskiptabankarnir hafa allir sett fram hagspár sínar. Í spám þeirra er einhver áherslumunur þótt allar hafi þær gert ráð fyrir hraðri hjöðnun þenslu í hagkerfinu á næsta ári. 11.10.2006 06:00 Icelandair Group til Vodafone Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. 11.10.2006 00:01 Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. 11.10.2006 00:01 FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. 11.10.2006 00:01 Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. 11.10.2006 00:01 Nota alhliða þjónustukerfi Arctic Trucks hefur tekið í notkun alhliða þjónustukerfi Microsoft Dynamics NAV með sérbreytingum frá Landsteinum Streng. 11.10.2006 00:01 Vilja flagga vörumerkinu sem víðast Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. 11.10.2006 00:01 Baugur ekki úr Teymi Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum. 11.10.2006 00:01 KfW gefur út 9 milljarða krónubréf Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði. 10.10.2006 12:42 TM hækkar hlutafé Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. 10.10.2006 09:39 Áhugi Marels á Stork Food Systems vekur athygli. 10.10.2006 09:15 FL Group eykur stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf 10.10.2006 09:15 Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. 9.10.2006 09:35 Marel verður stærst í heimi með Stork Stjórn og hluthafar fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi takast á um stefnumál. Marel horfir til þess að verða stærsta matvælavinnslukerfafyrirtæki í heimi með yfirtöku á Stork Food Systems. 9.10.2006 03:30 Nýherji styrkir sig á Austurlandi Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Í fréttatilkynningu segir að Nýherji hafi að undanförnu starfað að ýmsum verkefnum á Austurlandi og oft í samstarfi við Tölvusmiðjuna. Kaupin séu liður í að styrkja betur við þá starfsemi og skapa forsendur til að bjóða lausnir Nýherja til viðskiptavina á Austurlandi. 7.10.2006 06:45 Nýsir kaupir 69% í Operon Dótturfélag Nýsis í Bretlandi hefur eignast 69 prósenta hlut í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon og styrkir þar með stöðu sína í einkaframkvæmd og fasteignastjórnun á breska markaðnum. 7.10.2006 06:45 Hnupl kostar níu þúsund á mann Hver landsmaður greiðir um níu þúsund krónur á ári vegna þjófnaða og mistaka. Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega fara 2,8 milljarðar króna í vaskinn hér á landi vegna rýrnunar af þessum sökum. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Ætla má að stærstan hluta þessarar rýrnunar megi rekja til þjófnaða, eða um 2,4 milljarða, og restina vegna mistaka. Í 48,8 prósenta tilvika eru það viðskiptavinir sem stela en í næst stærstum hluta tilvika eru það starfsmenn. 7.10.2006 06:30 Glitnir lýkur við kaup á NPØ Kaupum norska bankans BNbank, sem er í eigu Glitnis, á 45 prósenta hlut í Norsk Privatøkonomi eftir að norska fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin. NPØ er fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar um allan Noreg. 7.10.2006 06:15 Prófanir á hjartalyfi tefjast Morgan Stanley mælir með langtímafjárfestingu í DeCode 7.10.2006 06:00 Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál. 6.10.2006 10:33 Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. 6.10.2006 06:00 Stjórnendur selja í Mosaic Fashions 6.10.2006 00:50 Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007. 5.10.2006 17:06 Spá sterkri krónu fram yfir áramót Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót. 5.10.2006 17:00 Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. 5.10.2006 10:56 Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. 5.10.2006 10:48 Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ 5.10.2006 00:01 Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. 5.10.2006 00:01 Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. 4.10.2006 16:51 Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. 4.10.2006 14:30 Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. 4.10.2006 11:57 Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. 4.10.2006 07:45 Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. 4.10.2006 07:45 Hallinn dregst hratt saman Viðskiptahallinn mun fara í 18,7 prósent í ár og dragast svo hratt saman á næsta ári. Þá mun hann mælast 11 prósent af landsframleiðslu en fjögur prósent árið 2008. Lækkun á gengi krónunnar á þessu ári mun hjálpa til við þessa þróun. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. 4.10.2006 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. 13.10.2006 16:29
Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu. 13.10.2006 15:27
Kaupþing gefur út skuldabréf í Japan Kaupþing gaf í dag út svokölluð Samurai skuldabréf í Japan fyrir samtals 50 milljarða japanskra jena eða 29 milljarða íslenskra króna. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka í Japan. 13.10.2006 10:16
Barr með 90 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti. 12.10.2006 15:09
Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. 12.10.2006 06:00
Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. 11.10.2006 11:11
Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. 11.10.2006 10:44
Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. 11.10.2006 09:56
Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. 11.10.2006 09:01
Nást 100 milljarðar króna í hús? Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsaðila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskipta 11.10.2006 06:00
Varasamt er að fagna of snemma Stóru viðskiptabankarnir hafa allir sett fram hagspár sínar. Í spám þeirra er einhver áherslumunur þótt allar hafi þær gert ráð fyrir hraðri hjöðnun þenslu í hagkerfinu á næsta ári. 11.10.2006 06:00
Icelandair Group til Vodafone Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. 11.10.2006 00:01
Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. 11.10.2006 00:01
FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. 11.10.2006 00:01
Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. 11.10.2006 00:01
Nota alhliða þjónustukerfi Arctic Trucks hefur tekið í notkun alhliða þjónustukerfi Microsoft Dynamics NAV með sérbreytingum frá Landsteinum Streng. 11.10.2006 00:01
Vilja flagga vörumerkinu sem víðast Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. 11.10.2006 00:01
Baugur ekki úr Teymi Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum. 11.10.2006 00:01
KfW gefur út 9 milljarða krónubréf Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði. 10.10.2006 12:42
TM hækkar hlutafé Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. 10.10.2006 09:39
Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. 9.10.2006 09:35
Marel verður stærst í heimi með Stork Stjórn og hluthafar fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi takast á um stefnumál. Marel horfir til þess að verða stærsta matvælavinnslukerfafyrirtæki í heimi með yfirtöku á Stork Food Systems. 9.10.2006 03:30
Nýherji styrkir sig á Austurlandi Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Í fréttatilkynningu segir að Nýherji hafi að undanförnu starfað að ýmsum verkefnum á Austurlandi og oft í samstarfi við Tölvusmiðjuna. Kaupin séu liður í að styrkja betur við þá starfsemi og skapa forsendur til að bjóða lausnir Nýherja til viðskiptavina á Austurlandi. 7.10.2006 06:45
Nýsir kaupir 69% í Operon Dótturfélag Nýsis í Bretlandi hefur eignast 69 prósenta hlut í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon og styrkir þar með stöðu sína í einkaframkvæmd og fasteignastjórnun á breska markaðnum. 7.10.2006 06:45
Hnupl kostar níu þúsund á mann Hver landsmaður greiðir um níu þúsund krónur á ári vegna þjófnaða og mistaka. Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega fara 2,8 milljarðar króna í vaskinn hér á landi vegna rýrnunar af þessum sökum. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Ætla má að stærstan hluta þessarar rýrnunar megi rekja til þjófnaða, eða um 2,4 milljarða, og restina vegna mistaka. Í 48,8 prósenta tilvika eru það viðskiptavinir sem stela en í næst stærstum hluta tilvika eru það starfsmenn. 7.10.2006 06:30
Glitnir lýkur við kaup á NPØ Kaupum norska bankans BNbank, sem er í eigu Glitnis, á 45 prósenta hlut í Norsk Privatøkonomi eftir að norska fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin. NPØ er fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar um allan Noreg. 7.10.2006 06:15
Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál. 6.10.2006 10:33
Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. 6.10.2006 06:00
Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007. 5.10.2006 17:06
Spá sterkri krónu fram yfir áramót Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót. 5.10.2006 17:00
Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. 5.10.2006 10:56
Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. 5.10.2006 10:48
Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ 5.10.2006 00:01
Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. 5.10.2006 00:01
Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. 4.10.2006 16:51
Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. 4.10.2006 14:30
Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. 4.10.2006 11:57
Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. 4.10.2006 07:45
Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. 4.10.2006 07:45
Hallinn dregst hratt saman Viðskiptahallinn mun fara í 18,7 prósent í ár og dragast svo hratt saman á næsta ári. Þá mun hann mælast 11 prósent af landsframleiðslu en fjögur prósent árið 2008. Lækkun á gengi krónunnar á þessu ári mun hjálpa til við þessa þróun. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. 4.10.2006 07:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur