Viðskipti innlent

Er bankanum sama um þig?

Árangur og umfang bankanna vekur ekki bara aðdáun og gleði í samfélaginu. Dæmi eru nýir bolir sem samtökin Andspyrna hefur látið búa til. Á þá er letrað stórum stöfum BANKANUM ÞÍNUM ER SAMA UM ÞIG. Andspyrna gefur þá skýringu á framtakinu að meðlimir séu dauðleiðir á hvernig bankarnir poti sér jafnvel víðar inn í líf fólks en trúarbrögð. Til dæmis eru lífsleikninámskeið í sumum grunnskólum í boði Landsbankans, segir Andspyrna og tekur fram að bolirnir hafi verið búnir til í hundrað eintökum og komi til með að kosta þúsundkall. Áhugasamir geta svo keypt fyrstu eintökin á Organic Airwaves-tónleikum í kaffi Hljómalind á morgun frá fimm síðdegis til níu um kvöldið.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×