Fleiri fréttir Tryggingamiðstöðin vildi NEMI Eftir lokun kauphallarinnar í Noregi föstudaginn 31. mars lýsti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) formlega við stjórn Nemi forsikring ASA (NEMI) vilja til að gera kauptilboð í allt hlutafé NEMI. TM á 9,77 prósenta hlut í NEMI. 3.4.2006 13:22 Glitnir banki hf. eignast meirihluta í Kreditkorti hf. Glitnir banki hf. og Kaupþing banki hf. hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. og Greiðslumiðlun hf. Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorti hf. um 16% og var hluturinn keyptur af Kaupþingi banka. 3.4.2006 11:04 Svenn Dam skipaður forstjóri og varastjórnarformaður Svenn Dam var í gær skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Svenn mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi í Danmörku en jafnframt kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. 3.4.2006 10:06 Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent á fyrsta fjórðungi 2006 þrátt fyrir töluverðar lækkanir síðustu vikur. Greiningardeild KB banka segir í hálf fimm fréttum að sé hækkunin sett í samhengi við lengra tímabil megi sjá að hækkun fjórðungsins er nokkuð yfir meðaltals ársfjórðungshækkun frá upphafi vísitölunnar, sem nemur um 5,9 prósentum. 31.3.2006 17:02 Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Félagið keypti m.a. 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í fyrra. 31.3.2006 16:42 Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. 31.3.2006 13:09 Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. 31.3.2006 12:25 Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. 31.3.2006 11:51 Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. 31.3.2006 11:38 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. 31.3.2006 10:20 Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. 31.3.2006 09:38 Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. 30.3.2006 12:38 Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. 30.3.2006 12:04 Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. 30.3.2006 11:51 Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. 30.3.2006 11:40 Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. 30.3.2006 11:18 Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. 30.3.2006 00:01 Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. 30.3.2006 00:01 Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. 30.3.2006 00:01 Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. 29.3.2006 16:33 Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps. 29.3.2006 12:25 Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. 29.3.2006 11:57 Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan. 29.3.2006 00:01 Ósammála um hækkunarþörf Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja búast við að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. 29.3.2006 00:01 Glitnir í A-flokk allra lánshæfisfyrirtækjanna Glitnir er fyrsti íslenski bankinn til að fá einkunn frá Standard & Poors. Greiningardeildir erlendra fyrirtækja spáðu mun verri niðurstöðu fyrir íslenska banka. 29.3.2006 00:01 Ekki í samræmi við fjarskiptarétt í Evrópu Verði af yfirtöku Orkuveitunnar á grunnneti Símans eða samruna neta fyrirtækjanna breytast kvaðir sem lagðar eru á fyrirtækin. 29.3.2006 00:01 Deutsche Bank ráðleggur Pliva Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva hefur valið Deutsche Bank til að ráðleggja sér í viðræðum við íslenska lyfjaframleiðandann Actavis sem hefur hug á að taka yfir fyrirtækið. 29.3.2006 00:01 Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. 29.3.2006 00:01 Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. 29.3.2006 00:01 Álagið lækkar við nýtt mat Álag á skuldabréf bankanna á eftirmarkaði lækkaði í gær eftir að Glitnir fékk lánshæfismat hjá Standard & Poors fyrstur íslenskra banka. Bankinn fékk einkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar, en greiningardeild Merrill Lynch og fleiri fjármálafyrirtækja töldu að íslenskur banki myndi fá einkunnina BBB ef mat fengist hjá S&P. 29.3.2006 00:01 Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. 28.3.2006 15:29 Fons kaupir í Ticket Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson í Fons eru komnir með yfir 28 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket. KB banki keypti sjö prósenta hlut líklega af næststærsta hluthafanum Skandia Liv og framseldi hann að hluta til Fons, sem er langstærsti eigandinn í Ticket. 28.3.2006 15:17 Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum. 28.3.2006 14:47 Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. 28.3.2006 12:17 Hagnaður Sorpu nam 54,7 milljónum Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir króna árið á undan. 28.3.2006 12:01 Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. 28.3.2006 10:04 Avion Group skilar bættri framlegð Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins. 28.3.2006 00:01 Eimskip kaupir helming í Innovate Eimskip eignast helming hlutafjár í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings fyrir lok apríl. Samkomulag er milli aðila um að Eimskip eignist félagið að fullu síðar en stjórnendur Innovate munu halda áfram störfum. 27.3.2006 12:57 VÍS hagnast á hlutabréfum VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanborið við 65 prósent árið 2004. 25.3.2006 00:01 Sér ekki fyrir kreppuástand Í nýrri skýrslu greiningardeildar ameríska fjárfestingarbankans JP Morgan um íslensku bankana er undirstrikað að hvorki OECD né matsfyrirtæki geri ráð fyrir að í aðsigi sé djúp efnahagskreppa á Íslandi. Danske Bank gaf í vikunni út spá um slíkt. 25.3.2006 00:01 Dagsbrún vill Wyndeham Stjórnendur Dagsbrúnar líta á Wyndeham sem stökkpall inn á breska markaðinn. Dagsbrún hefur enn augastað á Orkla Media. 25.3.2006 00:01 Børsen gagnrýnir Danske bank Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið, segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær. 25.3.2006 00:01 Kaupþing þarf meiri peninga á næsta ári Endurfjármögnunarþörf næsta árs hjá Kaupþingi banka hækkar úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 milljarða evra vegna þess að í Bandaríkjunum hafa peningamarkaðssjóði sagt upp skuldabréfum sem hafa keypt voru af bankanum. Framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans segir þetta ekki setja mikið strik í reikninginn. 24.3.2006 12:51 Spá 0,8 prósent hækkun neysluverðs Greiningardeild Glitnis segir að útlit sé fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á milli mars og apríl. Íbúðaverð hafi áfram talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar ásamt matvöruverði sem hefur hækkað að undanförnu. Þá hefur eldsneytisverð einnig hækkað frá síðustu mælingu í kjölfar gengislækkunar og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 24.3.2006 12:35 Talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3 prósent í gær og um 4 prósent það sem af er degi. Þrátt fyrir þegar nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum 5,6 prósentum, sem samsvarar 24 prósenta hækkun uppreiknað á ársgrundvelli, að sögn greiningardeildar Glitnis. Telst það mjög góð ávöxtun. Bréf í bönkum og FL Group hefur lækkað mest. 24.3.2006 12:22 Sjá næstu 50 fréttir
Tryggingamiðstöðin vildi NEMI Eftir lokun kauphallarinnar í Noregi föstudaginn 31. mars lýsti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) formlega við stjórn Nemi forsikring ASA (NEMI) vilja til að gera kauptilboð í allt hlutafé NEMI. TM á 9,77 prósenta hlut í NEMI. 3.4.2006 13:22
Glitnir banki hf. eignast meirihluta í Kreditkorti hf. Glitnir banki hf. og Kaupþing banki hf. hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. og Greiðslumiðlun hf. Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorti hf. um 16% og var hluturinn keyptur af Kaupþingi banka. 3.4.2006 11:04
Svenn Dam skipaður forstjóri og varastjórnarformaður Svenn Dam var í gær skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Svenn mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi í Danmörku en jafnframt kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. 3.4.2006 10:06
Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent á fyrsta fjórðungi 2006 þrátt fyrir töluverðar lækkanir síðustu vikur. Greiningardeild KB banka segir í hálf fimm fréttum að sé hækkunin sett í samhengi við lengra tímabil megi sjá að hækkun fjórðungsins er nokkuð yfir meðaltals ársfjórðungshækkun frá upphafi vísitölunnar, sem nemur um 5,9 prósentum. 31.3.2006 17:02
Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Félagið keypti m.a. 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í fyrra. 31.3.2006 16:42
Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. 31.3.2006 13:09
Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. 31.3.2006 12:25
Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. 31.3.2006 11:51
Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. 31.3.2006 11:38
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. 31.3.2006 10:20
Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. 31.3.2006 09:38
Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. 30.3.2006 12:38
Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. 30.3.2006 12:04
Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. 30.3.2006 11:51
Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. 30.3.2006 11:40
Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. 30.3.2006 11:18
Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. 30.3.2006 00:01
Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. 30.3.2006 00:01
Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. 30.3.2006 00:01
Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. 29.3.2006 16:33
Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps. 29.3.2006 12:25
Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. 29.3.2006 11:57
Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan. 29.3.2006 00:01
Ósammála um hækkunarþörf Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja búast við að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. 29.3.2006 00:01
Glitnir í A-flokk allra lánshæfisfyrirtækjanna Glitnir er fyrsti íslenski bankinn til að fá einkunn frá Standard & Poors. Greiningardeildir erlendra fyrirtækja spáðu mun verri niðurstöðu fyrir íslenska banka. 29.3.2006 00:01
Ekki í samræmi við fjarskiptarétt í Evrópu Verði af yfirtöku Orkuveitunnar á grunnneti Símans eða samruna neta fyrirtækjanna breytast kvaðir sem lagðar eru á fyrirtækin. 29.3.2006 00:01
Deutsche Bank ráðleggur Pliva Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva hefur valið Deutsche Bank til að ráðleggja sér í viðræðum við íslenska lyfjaframleiðandann Actavis sem hefur hug á að taka yfir fyrirtækið. 29.3.2006 00:01
Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. 29.3.2006 00:01
Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. 29.3.2006 00:01
Álagið lækkar við nýtt mat Álag á skuldabréf bankanna á eftirmarkaði lækkaði í gær eftir að Glitnir fékk lánshæfismat hjá Standard & Poors fyrstur íslenskra banka. Bankinn fékk einkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar, en greiningardeild Merrill Lynch og fleiri fjármálafyrirtækja töldu að íslenskur banki myndi fá einkunnina BBB ef mat fengist hjá S&P. 29.3.2006 00:01
Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. 28.3.2006 15:29
Fons kaupir í Ticket Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson í Fons eru komnir með yfir 28 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket. KB banki keypti sjö prósenta hlut líklega af næststærsta hluthafanum Skandia Liv og framseldi hann að hluta til Fons, sem er langstærsti eigandinn í Ticket. 28.3.2006 15:17
Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum. 28.3.2006 14:47
Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. 28.3.2006 12:17
Hagnaður Sorpu nam 54,7 milljónum Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir króna árið á undan. 28.3.2006 12:01
Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. 28.3.2006 10:04
Avion Group skilar bættri framlegð Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins. 28.3.2006 00:01
Eimskip kaupir helming í Innovate Eimskip eignast helming hlutafjár í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings fyrir lok apríl. Samkomulag er milli aðila um að Eimskip eignist félagið að fullu síðar en stjórnendur Innovate munu halda áfram störfum. 27.3.2006 12:57
VÍS hagnast á hlutabréfum VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanborið við 65 prósent árið 2004. 25.3.2006 00:01
Sér ekki fyrir kreppuástand Í nýrri skýrslu greiningardeildar ameríska fjárfestingarbankans JP Morgan um íslensku bankana er undirstrikað að hvorki OECD né matsfyrirtæki geri ráð fyrir að í aðsigi sé djúp efnahagskreppa á Íslandi. Danske Bank gaf í vikunni út spá um slíkt. 25.3.2006 00:01
Dagsbrún vill Wyndeham Stjórnendur Dagsbrúnar líta á Wyndeham sem stökkpall inn á breska markaðinn. Dagsbrún hefur enn augastað á Orkla Media. 25.3.2006 00:01
Børsen gagnrýnir Danske bank Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið, segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær. 25.3.2006 00:01
Kaupþing þarf meiri peninga á næsta ári Endurfjármögnunarþörf næsta árs hjá Kaupþingi banka hækkar úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 milljarða evra vegna þess að í Bandaríkjunum hafa peningamarkaðssjóði sagt upp skuldabréfum sem hafa keypt voru af bankanum. Framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans segir þetta ekki setja mikið strik í reikninginn. 24.3.2006 12:51
Spá 0,8 prósent hækkun neysluverðs Greiningardeild Glitnis segir að útlit sé fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á milli mars og apríl. Íbúðaverð hafi áfram talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar ásamt matvöruverði sem hefur hækkað að undanförnu. Þá hefur eldsneytisverð einnig hækkað frá síðustu mælingu í kjölfar gengislækkunar og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 24.3.2006 12:35
Talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3 prósent í gær og um 4 prósent það sem af er degi. Þrátt fyrir þegar nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum 5,6 prósentum, sem samsvarar 24 prósenta hækkun uppreiknað á ársgrundvelli, að sögn greiningardeildar Glitnis. Telst það mjög góð ávöxtun. Bréf í bönkum og FL Group hefur lækkað mest. 24.3.2006 12:22