Verðlagning hlutabréfa sanngjörn 7. apríl 2006 16:59 Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira