Botnlaus hlutabréfamarkaður 20. apríl 2006 00:01 Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum. Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira