Fleiri fréttir

Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“

Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. 

Ljós­leiðarinn kaupir stofn­net Sýnar á þrjá milljarða króna

Sýn og Ljósleiðarinn undirrituðu í dag samkomulag einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna.

Halda sínu striki og stefna á að leysa úr athugasemdum FDA

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech tilkynnti í dag um samskipti við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, sem varða úttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík, í kjölfar leyfisumsóknar Alvotech fyrir líftæknilyfjahliðstæðuna AVT02.

Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar

Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante.

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

„Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“

„Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport.

Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Fresta vaxta­hækkunum þar sem gleymdist að til­kynna við­skipta­vinum

Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti.

Þetta endar örugglega skelfilega

Það er alveg pottþétt að þetta fer ekki vel. Ekki séns að þetta gangi upp. Að fólki skuli detta í hug að gera þetta? Mun örugglega enda skelfilega.

On­lyFans greiddi eig­andanum rúma 72 milljarða króna

Áskriftarvefurinn OnlyFans sem er best þekktur fyrir hýsingu á erótísku efni gegn gjaldi, er sagður hafa greitt eiganda síðunnar 500 milljónir dollara eða um 72,1 milljarð íslenskra króna á síðustu átján mánuðum vegna mikillar aukningar í fjölda viðskiptavina.

Mountain Dew í dósum snýr aftur

Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. 

Jólin láta á sér kræla í Costco

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Sam­­kaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent

Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta.

Gera tilraunir með breytingar á tístum

Verið er að gera tilraunir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Einhverjir notendur miðilsins hafa fengið aðgengi að svokölluðum „Edit“-hnappi og munu þeir því geta breytt tístum sínum.

Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum.

Garðar ráðinn for­stjóri Valitor

Garðar Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Garðar tekur við stöðunni af Herdísi Fjeldsted, frá og með deginum í dag. 

Boðar fleiri tugi þúsunda í sparnað með debetkortum

Fleiri þúsund manns eru á biðlista, en tvö hundruð manns hafa þegar tekið í notkun greiðslukort frá nýja samfélagsbankanum - eða sparisjóðnum - Indó. Greiðslukortunum fylgja ekki færslugjöld og framkvæmdastjóri sparisjóðsins segir viðskiptavini hæstánægða.

Sjá næstu 50 fréttir