Neytendur

Jólin láta á sér kræla í Costco

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Jólin eru komin í Costco.
Jólin eru komin í Costco. Vísir/Vilhelm

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Þó veðrið þessa dagana geti seint talist jólalegt og hrekkjavaka á næsta leiti virðist jólahátíðin aldrei langt undan þegar hausta tekur. 

Costco hefur nú þegar hafið sölu á jólaskrauti en eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessar frétt eru gervijólatré, jólakransar, luktir og uppljómuð hreindýrafjölskylda mætt á búðargólfið. 

Jólin eru komin í Costco.Vísir/Vilhelm

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verslunin gerist sek um þjófstart í undirbúningi fyrir jólahátíðina en í fyrra voru skreytingarnar komnar í sölu þann 23. september.


Tengdar fréttir

Jólin eru komin í Costco

Í dag, 23. september, er búið að setja upp jólaskraut á heilu gangana í stórversluninni Costco í Garðabæ. Fyrstu haustlægðirnar eru að fara yfir landið og Costco virðist komið í bullandi jólaskap.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×