Viðskipti innlent

Beggi Dan, Eydís Ögn og Oscar til liðs við Svartagaldur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Beggi Dan, Eydís Ögn og Oscar Lopez hafa verið ráðin til Svartagaldurs.
Beggi Dan, Eydís Ögn og Oscar Lopez hafa verið ráðin til Svartagaldurs. Vísir

Beggi Dan Gunnarsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og tæknifyrirtækisins Svartagaldurs. Auk hans hafa Eydís Ögn Uffadóttir og Oscar Lopez verið ráðin til fyrirtækisins. 

Beggi Dan hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra en hann er einn af stofnendum fyrirtækisins og var áður starfandi stjórnarformaður þess. Hann starfar einnig fyrir fjárfestingafélagið InfoCapital og er meðstofnandi fjártæknifyrirtækisins Two Birds sem rekur meðal annars upplýsingavefinn Aurbjörgu. 

Eydís Ögn Uffadóttir hefur einnig tekið við stöðu rekstrar- og þjónustustjóra en hún var fyrst ráðin til Svartagaldurs árið 2020 og starfaði þá sem þjónustustjóri. Eydís er með bakkalárgráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Nylega lauk hún meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún tók við stöðu rekstrar- og þjónustustjóra fór hún stuttlega til Krabbameinsfélagsins sem sérfræðingur í fjáröflun og markaðsmálum. 

Oscar Lopez tekur þá við stöðu forstöðumanns stafrænnar markaðssetningar. Oscar hefur starfað í fimmtán ár í greininni og kemur þannig, samkvæmt fréttatilkynningu, með verðmæta þekkingu inn í fyrirtækið. Hann hefur síðustu á starfrækt eigið fyrirtæki, Black Flamingo Marketing, þar sem hann hefur veitt alhliða þjónustu í stafrænni markaðssetningu og keyrt flóknar herferðir fyrir mörg innlend og erlend fyrirtæki á fjölmörgum markaðssvæðum. 

Oscar er með bakkalárgráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MBA gráðu frá Schiller International University og tvær diplómagráður í stafrænni markaðssetningu frá Digital Marketing Institute og margvottaður hjá Google og öðrum miðlum. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×