Samkaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 14:32 Fyrirtækið hefur með þessu fylgt í fótspor annarra fyrirtækja á matvörumarkaði, að grípa til aðgerða til að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Aðsend Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Segir að með lækkununum sé markmiðið að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Fyrirtækið fylgir þar með í fótspor til að mynda Krónunnar, sem tilkynnti á dögunum að ákveðið hafi verið að frysta verð á rúmlega tvö hundruð vörum. Telur verðhækkanir frá framleiðendum og birgjum óþarfar Haft er eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi lagt allt kapp á að berjast gegn hækkunum á vöruverði og tekist að halda hækkunum í lágmarki til að mynda með innflutningi á vörumerkjum eins og Änglamark og X-tra. „Þetta þýðir að verðlækkanirnar sem tóku gildi á mánudaginn eru verulegar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar því sama verð eða lægra en það var í upphafi árs. Við höfum verið að fá gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleiðendum hér heima og birgjum, margar teljum við óþarfar og að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa aðila að velta öllum hækkunum út í verðið. Það skrifast á litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti,” segir Gunnar Egill. Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Engin viðbrögð frá birgjum og framleiðendum Ennfremur segir að síðastliðið haust hafi Samkaup sent frá sér bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem kallað hafi verið eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta. „Í lok sumars sendi félagið aftur bréf á tíu stærstu birgja Samkaupa þar sem óskað var eftir fimm prósenta verðlækkun til áramóta sem þá gætu skilað sér beint til viðskiptavina, með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð fer lækkandi og sömuleiðis stór hluti þeirra vara sem Samkaup flytur inn til landsins, einnig án nokkurs árangurs,“ segir í tilkynningunni. Samkaup reka rúmlega sextíu verslanir undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Verslun Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Segir að með lækkununum sé markmiðið að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Fyrirtækið fylgir þar með í fótspor til að mynda Krónunnar, sem tilkynnti á dögunum að ákveðið hafi verið að frysta verð á rúmlega tvö hundruð vörum. Telur verðhækkanir frá framleiðendum og birgjum óþarfar Haft er eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi lagt allt kapp á að berjast gegn hækkunum á vöruverði og tekist að halda hækkunum í lágmarki til að mynda með innflutningi á vörumerkjum eins og Änglamark og X-tra. „Þetta þýðir að verðlækkanirnar sem tóku gildi á mánudaginn eru verulegar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar því sama verð eða lægra en það var í upphafi árs. Við höfum verið að fá gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleiðendum hér heima og birgjum, margar teljum við óþarfar og að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa aðila að velta öllum hækkunum út í verðið. Það skrifast á litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti,” segir Gunnar Egill. Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Engin viðbrögð frá birgjum og framleiðendum Ennfremur segir að síðastliðið haust hafi Samkaup sent frá sér bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem kallað hafi verið eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta. „Í lok sumars sendi félagið aftur bréf á tíu stærstu birgja Samkaupa þar sem óskað var eftir fimm prósenta verðlækkun til áramóta sem þá gætu skilað sér beint til viðskiptavina, með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð fer lækkandi og sömuleiðis stór hluti þeirra vara sem Samkaup flytur inn til landsins, einnig án nokkurs árangurs,“ segir í tilkynningunni. Samkaup reka rúmlega sextíu verslanir undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland.
Verslun Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17