Viðskipti erlent

Gera tilraunir með breytingar á tístum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í fyrstu munu eingöngu smáir hópar geta breytt tístum en seinna í mánuðinum stendur til að áskrifendur Twitter fái einnig aðgang að þessum nýja eiginleika samfélagsmiðilsins.
Í fyrstu munu eingöngu smáir hópar geta breytt tístum en seinna í mánuðinum stendur til að áskrifendur Twitter fái einnig aðgang að þessum nýja eiginleika samfélagsmiðilsins. Getty/Jakub Porzycki

Verið er að gera tilraunir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Einhverjir notendur miðilsins hafa fengið aðgengi að svokölluðum „Edit“-hnappi og munu þeir því geta breytt tístum sínum.

Notendur hafa lengi kallað eftir breytingum sem þessum á Twitter en Facebook hefur til að mynda lengi leyft notendum að breyta færslum sínum.

Í yfirlýsingu frá Twitter segir að þetta sé flestar beiðnir sem fyrirtækið fái snúi að því að gera fólki kleift að breyta tístum. Þar segir enn fremur að notendur muni fá nokkur tækifæri til að breyta tístum í þrjátíu mínútur eftir að nýtt tíst er birt. Þetta sé ætlað til þess að laga innsláttar- og stafsetningarvillur og mögulega bæta við töggum.

Fáir hópar munu í fyrstu fá aðgang að þessum nýja eiginleika. Seinna í þessum mánuði munu áskrifendur Twitter fá aðgang að breytingarmöguleikanum og hjálpa til við að prufukeyra hann.

Breytt tíst verða merkt og munu aðrir notendur geta séð hvernig tístunum er breytt. Forsvarsmenn Twitter segjast vonast til þess að þetta muni leiða til þess að notendur stressi sig minna yfir tístum sínum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×