Fleiri fréttir

Fyrst orðið svart ef það verður skortur á ham­borgurum

Veitingaðurinn Yuzu á Hverfis­götu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna á­hrifa kórónu­veirufar­aldursins. Sömu sögu er af segja af Ham­borgara­fabrikkunni en þar verður lokað vegna sótt­kvíar starfs­manna næstu daga, bæði á Höfða­torgi og í Kringlunni.

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Á döfinni í fyrra: Vinnan og lífið

Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“

Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar

Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé.

CES 2022: Nýjustu tæki og tól til sýnis

Consumer Electronic Show eða CES, ein vinsælasta tæknisýning heimsins, hefst formlega í Las Vegas á fimmtudaginn. Sýningin virðist þó ætla að vera með nokkuð minna sniði en oft áður og mörg fyrirtæki kynna vörur sínar og tækni á netinu.

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri

Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020.

Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022

Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag?

„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“

Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar.

Texas­búi réttur eig­andi lénsins Iceland Express

Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið.

Maskína og MMR verða að Maskínu

Maskína og MMR sameinast þann 1. janúar 2022 undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, eins og segir í tilkynningu.

Tappinn úr flöskunni og búbblurnar flæða um áramótin

Eitthvað virðist áhugi landsmanna á því að sötra áfenga drykki úr Vínbúðinni vera minni í ár en í fyrra ef marka má sölutölur. Salan í desember í ár er um tíu prósentum minni árið 2021 en var í desember í fyrra. Áhuginn í freyði- og kampavíni er þó meiri í ár ef eitthvað er.

Vilja ekki fá alla til sín á gaml­árs­dag

Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan.

Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur

Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir.

Lauf metið á þrjá milljarða eftir hluta­fjár­aukningu

Íslenska hjólafyrirtækið Lauf Forks hf. hefur lokið 270 milljón króna hlutafjáraukningu en uppistaða aukningarinnar kemur frá nýjum hluthöfum. Heildarvirði Lauf er metið á um þrjá milljarða króna eftir viðskiptin.

Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér

Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir.

Ís­lands­banki styttir opnunar­tíma

Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00.

„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“

Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi.

Sjá næstu 50 fréttir