Maskína og MMR verða að Maskínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2021 15:27 Ólafur og Þóra ætla að sameina krafta sína við rannsóknir og kannanir undir hatti Maskínu. Maskína og MMR sameinast þann 1. janúar 2022 undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, eins og segir í tilkynningu. „Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. „Grunngildi fyrirtækjanna voru þau sömu, fyrst og fremst vönduð vinnubrögð, þó að áherslur í rannsóknum væru nokkuð ólíkar. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður meiri og breiðari og við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins,“ segir Þóra. Í stjórnendahópi Maskínu er áratugareynsla. Þóra stofnaði Maskínu ásamt dr. Þorláki Karlssyni rannsóknarstjóra árið 2010. Þau hafa bæði starfað við kannanir í áratugi. Ólafur Þór Gylfason, sem stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan, verður sviðsstjóri markaðsrannsókna, en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims. Ólafur segir að nýsköpun í rannsóknum hafi aldrei verið mikilvægari og að sameiningin geri félagið enn frekar í stakk búið til að taka forystu á því sviði. Auk þeirra starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. „Þessi þekking og reynsla mun nýtast vel og við hlökkum til að hefja nýtt ár með þennan öfluga hóp rannsóknarfólks,“ segja þau Ólafur og Þóra að lokum. Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir. Skoðanakannanir Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira
„Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. „Grunngildi fyrirtækjanna voru þau sömu, fyrst og fremst vönduð vinnubrögð, þó að áherslur í rannsóknum væru nokkuð ólíkar. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður meiri og breiðari og við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins,“ segir Þóra. Í stjórnendahópi Maskínu er áratugareynsla. Þóra stofnaði Maskínu ásamt dr. Þorláki Karlssyni rannsóknarstjóra árið 2010. Þau hafa bæði starfað við kannanir í áratugi. Ólafur Þór Gylfason, sem stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan, verður sviðsstjóri markaðsrannsókna, en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims. Ólafur segir að nýsköpun í rannsóknum hafi aldrei verið mikilvægari og að sameiningin geri félagið enn frekar í stakk búið til að taka forystu á því sviði. Auk þeirra starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. „Þessi þekking og reynsla mun nýtast vel og við hlökkum til að hefja nýtt ár með þennan öfluga hóp rannsóknarfólks,“ segja þau Ólafur og Þóra að lokum. Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir.
Skoðanakannanir Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira