Viðskipti erlent

Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Apple er verðmætasta fyrirtæki sögunnar.
Apple er verðmætasta fyrirtæki sögunnar. Getty/Eric Thayer

Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007.

Fyrirtækið lækkaði þó örlítið undir lok dags í kauphöllinni í New York og er nú „aðeins“ metið á 2,99 billjónir dollara. 

Apple er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út úr faraldri kórónuveirunnar, enda hefur fólk keppst við að sanka að sér allskyns græjum innilokað í faraldrinum. 

Það vekur einnig athygli að það tók Apple aðeins sextán mánuði rúma að hækka úr tveimur billjónum í þrjár billjónir. Apple varð einnig fyrsta fyrirtæki sögunnar til að verða metið á eina billjón dollara en það gerðist árið 2018.

Þess má geta að billjón dollarar eru þúsund milljarðar og gengi dollarsins er nú um 130 krónur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×