Viðskipti innlent

Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Oliudreifingar ehf. Endurvinnsla olíunnar fer fram birgðastöðinni í Örfirisey.
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Oliudreifingar ehf. Endurvinnsla olíunnar fer fram birgðastöðinni í Örfirisey. Sigurjón Ólason

Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir.

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að áætlað sé að olíuskipið Keilir fari 26 ferðir á næstu vikum til að flytja alla þá olíu sem loðnuverksmiðjur landsins þurfa á yfirstandandi vertíð til að mæta því að engin afgangsraforka er aflögu í kerfinu.

„Auðvitað er þetta aukakolefnisspor. En það má geta þess að þriðjungur af þessu eldsneyti er endurnýtt eldsneyti sem búið er til hér á Íslandi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf.

Úrgangsolían er meðal annars smurolía frá smurstöðvum og bílaverkstæðum. Myndin er úr Kjarnanum, verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.Arnar Halldórsson

Þetta er olía sem fellur til frá smurstöðvum, bílaverkstæðum og margskyns iðnaði.

„Það er bara úrgangsolía sem er tekin hérna til meðhöndlunar í Olíudreifingu og búið til úr henni eldsneyti. Þetta eru bara afgangar úr smurolíum og öðru sem til fellur.“

Þetta er innlend endurvinnsla, sem fram fer í olíustöðinni í Örfirisey.

„Þetta er gert hérna heima, gert í birgðastöðinni sem við erum í,“ segir Hörður.

Frá Þórshöfn. Þar rekur Ísfélag Vestmannaeyja fiskimjölsverksmiðju.Vilhelm Gunnarsson

Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðjanna á loðnuvertíðinni gæti farið yfir tvo milljarða króna. Hér er um háar fjárhæðir að tefla.

„Þetta eru ekki bara bein útlát af gjaldeyri. Þriðjungurinn gæti falist í sparnaði með því að nota þetta eldsneyti,“ segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum

Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.