Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2021 12:04 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Oliudreifingar ehf. Endurvinnsla olíunnar fer fram birgðastöðinni í Örfirisey. Sigurjón Ólason Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að áætlað sé að olíuskipið Keilir fari 26 ferðir á næstu vikum til að flytja alla þá olíu sem loðnuverksmiðjur landsins þurfa á yfirstandandi vertíð til að mæta því að engin afgangsraforka er aflögu í kerfinu. „Auðvitað er þetta aukakolefnisspor. En það má geta þess að þriðjungur af þessu eldsneyti er endurnýtt eldsneyti sem búið er til hér á Íslandi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Úrgangsolían er meðal annars smurolía frá smurstöðvum og bílaverkstæðum. Myndin er úr Kjarnanum, verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.Arnar Halldórsson Þetta er olía sem fellur til frá smurstöðvum, bílaverkstæðum og margskyns iðnaði. „Það er bara úrgangsolía sem er tekin hérna til meðhöndlunar í Olíudreifingu og búið til úr henni eldsneyti. Þetta eru bara afgangar úr smurolíum og öðru sem til fellur.“ Þetta er innlend endurvinnsla, sem fram fer í olíustöðinni í Örfirisey. „Þetta er gert hérna heima, gert í birgðastöðinni sem við erum í,“ segir Hörður. Frá Þórshöfn. Þar rekur Ísfélag Vestmannaeyja fiskimjölsverksmiðju.Vilhelm Gunnarsson Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðjanna á loðnuvertíðinni gæti farið yfir tvo milljarða króna. Hér er um háar fjárhæðir að tefla. „Þetta eru ekki bara bein útlát af gjaldeyri. Þriðjungurinn gæti falist í sparnaði með því að nota þetta eldsneyti,“ segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Sjávarútvegur Loðnuveiðar Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Tengdar fréttir Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 kom fram að áætlað sé að olíuskipið Keilir fari 26 ferðir á næstu vikum til að flytja alla þá olíu sem loðnuverksmiðjur landsins þurfa á yfirstandandi vertíð til að mæta því að engin afgangsraforka er aflögu í kerfinu. „Auðvitað er þetta aukakolefnisspor. En það má geta þess að þriðjungur af þessu eldsneyti er endurnýtt eldsneyti sem búið er til hér á Íslandi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Úrgangsolían er meðal annars smurolía frá smurstöðvum og bílaverkstæðum. Myndin er úr Kjarnanum, verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.Arnar Halldórsson Þetta er olía sem fellur til frá smurstöðvum, bílaverkstæðum og margskyns iðnaði. „Það er bara úrgangsolía sem er tekin hérna til meðhöndlunar í Olíudreifingu og búið til úr henni eldsneyti. Þetta eru bara afgangar úr smurolíum og öðru sem til fellur.“ Þetta er innlend endurvinnsla, sem fram fer í olíustöðinni í Örfirisey. „Þetta er gert hérna heima, gert í birgðastöðinni sem við erum í,“ segir Hörður. Frá Þórshöfn. Þar rekur Ísfélag Vestmannaeyja fiskimjölsverksmiðju.Vilhelm Gunnarsson Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðjanna á loðnuvertíðinni gæti farið yfir tvo milljarða króna. Hér er um háar fjárhæðir að tefla. „Þetta eru ekki bara bein útlát af gjaldeyri. Þriðjungurinn gæti falist í sparnaði með því að nota þetta eldsneyti,“ segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Sjávarútvegur Loðnuveiðar Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Tengdar fréttir Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41