Fleiri fréttir

Brim og Grandi undan smásjá

Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til að aðhafast neitt frekar í athugun sinni á því að breyting hafi átt sér stað á yfirráðum í HB Granda.

Verð á olíu hrunið frá í október

Sérfræðingur segir að batnandi birgðastaða á olíu hafi skapað þrýsting á olíuverð. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 35 prósent frá því í byrjun október.

Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag

Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis.

Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt

Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi.

Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri

Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.

SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé

Eldflaugafyrirtækið Space Ex­ploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum.

Velta vefverslunar Advania tvöfaldaðist

Framlegðin af verslun Advania á Íslandi tvöfaldaðist þegar hún var færð inn í stafræna heima og versluninni í Guðrúnartúni var lokað.

Nýttu ekki forkaupsrétt að hlut í HS Orku

Stjórn Jarðvarma, samlagshlutafélag fjórtan lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, ákvað að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn að 12,7 prósenta hlut í orkufyrirtækinu, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku

Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu.

Útlán Byrs ofmetin um tvo milljarða

Útlán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir haustið 2011, voru ofmetin um ríflega tvo milljarða króna að mati dómkvaddra matsmanna.

Samkaup hafa kært kaup Haga á Olís til áfrýjunarnefndar

Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varða möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar.

Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar.

Haframjólk uppseld

Framleiðendur Oatly-haframjólkurvara hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir útskýra að þeir geti ekki annað eftirspurn eftir vörum sínum.

Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða

Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði.

Íslendingar straujuðu kortin á netinu í nóvember

Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5 prósent á sama tímabili.

Jólaösin lagði kassana í Costco

Tölu­verð ör­tröð og ó­ró­leiki skapaðist í stór­versluninni Costco í Kaup­túni í gær þegar kassa­kerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukku­stund.

Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka

Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka.

Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung

Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung.

Sjá næstu 50 fréttir